Úrkynjað einokunarkerfi

Eftirfarandi skrifar Jón Baldur L'Orange á blogg sitt hér á undan mínu bloggi:

 

Ef niðurgreitt opinbert kerfi getur ekki staðist frjálsa samkeppni við óniðurgreidda framleiðslu hlýtur úrkynjun þess að vera algjör.

,,Hér talar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og helsti talsmaður hennar í landbúnaðarmálum ásamt Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra. Þessi orð segja allt sem segja þarf um hug áhrifamanna innan Samfylkingarinnar til íslenskra bændafjölskylda og þeirra þúsunda sem starfa í íslenskum landbúnaði um allt land. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þingmaðurinn talar með óvirðingu og af miklum fjandskap um íslenskan landbúnað. Helgi Hjörvar slær um sig með ódýrum frösum að vanda. Andstyggð hans á íslenskum landbúnaði er algjör. Að hann leyfi sér að nota orðið ,,úrkynjun" er ótrúleg smekkleysa og í lágkúruleg móðgun við heila atvinnugrein. Það þarf að leita allt aftur til þriðja áratuga síðustu aldar til að finna orðið úrkynjun notað í pólitískum tilgangi ".

Hér reynir Jón Baldur L'Orange að snúa út úr orðum Helga Hjörvar og reynir að láta líta út sem Helgi sé að tala um fólk og hvernig erfðaeiginleikum þess er komið, en Helgi er að tala um framleiðslukerfi í landbúnaði sem er mjög umdeilt a stjórnmálavettvanginum  sem kunnugt er.

Þessi aðferð Jóns Baldurs er afar augljós að reyna að afvegleiða málið og reyna að beina því persónulega að fólki í landbúnaði.

Aftur á móti væri fengur að því að fá nú fram útskýringar á því hvernig íslenskur landbúnaður stendur eftir 25 ára hagræðingu og samþjöppun og hvernig raunveruleg skuldastaða bænda er.

Varla eru þau vandræði öll sem maður heyrir af skuldum bænda, því að kenna að Kára í Garði tókst á sínum tíma að brjótast í gegn um einokunarkerfið í óþökk Bændahallarmanna og selja dilkakjöt sitt úr frystikistu í Kolaportinu með löglegum hætti.


mbl.is Kúabændur telja að kerfið muni bresta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband