Dulkóðaðir neytendur

Hvenær er fólk neytendur og hvenær er fólk ekki neytendur?

Venjan hefur verið í íslensku máli að þegar fólk fer út í búð að þá er fólk neytendur og allir verða að vera voða kurteisir við neytandann. Það má varla orðinu halla við hann því þá er ekki víst að hann komi aftur.

Samkvæmt íslenskri málvenju er sá sem fer í banka að fá lán, kallaður lántakandi, lánþegi, eða skuldari en sá sem á peninga inn í banka kallaður sparifjáreigandi og stundum ruglast á honum og fjárfestum.

Nú virðist þetta vera búið að breyta þessari málvenju án þess að spyrja kóng né prest og skuldakóngarnir kallaðir neytendur.

Þá hljóta sparifjáreigendur líka að vera kallaðir neytendur. Þeir fara í banka með sparifé sitt og fá vexti og neyta þeirra með því að kaupa eitthvað fallegt fyrir þá.

Það er einkennilegt ef svokallaður neytandi=skuldari er allt í einu komin með einhverja yfirburðastöðu ef samningur raskast af einhverjum sökum að þá á alltaf að túlka öll atriði í hag neytandans og menn tala alltaf að málinu sé þar með lokið og megi varla far með slík mál til dómstóla eða áfrýja ágreining af því að neytendur eru orðnir eins og kýrnar á Indlandi, heilagir. 

En sparifjáreigendur geti bara étið það sem úti frýs.

Og hver á að setja peningatryggingu fyrir lögbanninu?


mbl.is Vill geta lagt lögbann á gengislán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband