Mál til viðurkenningar

Ekki er nú víst að bændur sem eiga eitthvert sparifé á innlánsreikningum fjármálafyrirtækja vilji nú sjá það streyma óverðtryggt út eins og dilkur hafi óvart opnast í réttum og streymi út á lendur félaga sinna sem hafa farið glannalega í fjárfestingum.

Það liggur fyrir að dómur Hæstaréttar er skýr- verðbinding við gjaldeyrisviðmið var óheimill. Það víkur þó ekki þeim rökum og sönnun frá að lánveitandinn og lánþeginn voru í upphafi málsins sammála um að höfuðstóll lánsins skyldi verðbættur.

Hæsiréttur gaf engar útskýringa á málinu af því að hann var ekki spurður. Þess vegna þarf að fá úr því skorið , hvorum fellur verðbótaþátturinn í skaut lánveitandanum eða lántakandanum.

Þess vegna þarf að fara í viðurkenningarmál um þennan þátt samningsins. Það er ekki sjálfgefið að lánveitandinn hafi sjálfdæmi um hvernig útreikningar fara fram.

Hæstiréttur þarf að kveða upp úr með hvaða hætti á að ljúka þessum lánamálum og hver  sé til þess bær að setja reglur um það.
mbl.is Undrast viðbrögð við dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband