Í gamla daga var kallin á kassanum á Lækjartorgi og allir tóku eftir honum og stöldruðu við til að hlusta.
Í Lundúnaborg í Englandi er til horn sem heitir SPEAKERS CORNER og þar getur hver sem er hafið upp raust sína. Reyndar er mynd af færsluhöfundi á þessu horni á þessari bloggsíðu. Það væri hægt að koma upp svoleiðis torgi upp hér fyrir frambjóðendur. Ég er viss um að Jón borgarstjóri væri til í það.
Helgi Hóseasson var alltaf með sitt spjald á horni Langholtsvegar og Holtavegar og allir tóku efir honum og þetta var alveg ókeypis hjá Helga.
Fyrrum nágranni minn Páll Pétursson fv. félagsmálaráðherra reið um sveitir á gráum hestum með flokk manna og allir tóku eftir Páli. Þetta gerðu Sturlungar og hefur Páll væntanlega haft fordæmið þaðan, enda las hann Sturlungu tvisvar á ári að sagt var. Svo það eru víða sóknarfæri til þess að láta á sér bera án mikils kostnaðar.
Það er líka hægt að fara fram og aftur í strætó á annatíma eða þá að vera í jarðarförum.
Það er líka Guð velkomið að lána traktorinn sem prýðir þessa bloggsíðu til að ferðast á í bíó og þesskonar.
Það er ástæðulaust að eyða miklum peningum. Svo er hægt að fljúg yfir þéttbýl svæði og dreifa karamellum yfir fólk. Það mundi gleðja fólk. En það kostar svolitla peninga. En svona eru tækifærin víða.
Eða þá að dreifa flugritum og þá færi fólk að hlaupa eftir sendingunni af því að það héldi að það væri að missa af einhverju.
Já það eru breyttir tímar nú í kreppunni og leiðinlegt að heyra að Sjálfstæðismenn séu óánægðir. En auðvita verða prestarnir í Sjálfstæðisflokknum að flytja siðferðistillögur. Það er skylda þeirra. Voru þetta ekki séra Halldór og séra Geir?
![]() |
Gefur skilaboðunum gaum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.6.2010 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag eru 50 ár síðan m/s Drangajökull skip Jökla h/f fórst í Pentlandsfirði við Orkneyjar. Skipinu hvolfdi skyndilega en skozkur togari frá Aberdeen bjargaði allri áhöfn.
Í Öldinni okkar segir fyrsti stýrimaður svo frá: ,, Ég var á vakt, stóð í brúnni. Þá fór skipið að hallast á bakborða. Það hallaðist jafnt og þétt og við sáum strax að hverju fór. En þetta gerðist svo skyndilega að maður hefði aldrei getað trúað því. Það voru allir komnir í bátana eftir 15 mínútur. Menn voru rólegir og enginn æðraðist. Nokkrir þurftu að að fleygja sér fram af skipinu og synda á eftir bátunum. Skipstjórinn fór síðastur".
Í bókinni Á lífsins leið lV segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fv. borgarstjóri svo frá: ,, Ég var staddur í brúnni ásamt Hauk skipstjóra, sem var að leysa af og var í sinni fyrstu ferð sem skipstjóri, Georg Franklínssyni 1.stýrimanni, Gylfa frænda mínum og Halldóru ( Gunnarsdóttur ). Skyndilega tók Drangajökull, sem var 600 tonn, að hallast á bakborða. Haukur og Georg reyndu að rétta skipið af. Skipstjóri gaf skipun um að hægja ferðina, stefndi því næst upp í vindinn og setti á fulla ferð áfram, en skipið seig sífellt meir á bakborðshliðina - Já skipið var greinilega að sökkva og skipstjórinn sagði okkur að fara þegar í stað upp á stjórnborðshliðina og í björgunarbátana".
Síðar segir Vilhjálmur; Allir taldir upp nema ég.
,, Í fyrstu fréttum af þessu sjóslysi voru allir skipverjar taldir upp en mín var hvergi getið. Ég hafði ekki verið skráður og fékk því engar bætur en missti allt mitt. Raunar sagði Morgunblaðið svo frá fimmtudaginn 30. júní 1960: ,,Í upptalningu yfir skipsmenn í blaðinu í gær vantaði einn, en hann er Vilhjálmur Vilhjálmsson, Mávahlíð 42, sem er 14 ára drengur. Var hann skráður messadrengur en mun fremur hafa verið í skemmtiferð með skipinu".
Þessi atburður getur verið áhugaverður fyrri sagnfræðinga til að fjalla um. En ég hef undir höndum 11 blaðsíðna greinargerð mágs míns Hauks Guðmundssonar um þetta sjóslys.
Stjórnmál og samfélag | 28.6.2010 | 08:46 (breytt 25.6.2020 kl. 06:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 28. júní 2010
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 20
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 418
- Frá upphafi: 601502
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar