,, Að svo stöddu"

Í fréttinni segir:

,,Ónógar fjárveitingar, viðhorf þess tíma til afskipta stjórnvalda af viðskiptalífinu og skortur á forgangsröðun og áræði urðu til þess að eftirlitið náði ekki markmiði sínu. Óskýr mörk milli verksviða eftirlitsstofnana bættu heldur ekki úr skák."

Þetta málefni þarf einhverra meiri útskýringa við. Kostaði það mikið fé að skrifa bréf og benda fjármálafyrirtækjum á að þetta væri ólöglegt?

Viðhorf og tíðarandi víkur ekki settum lögum frá. Það þarf hugrekki til að stjórna eftir lögum. Voru þá stjórnendur eftirlitsstofnana huglausir.

Óskýr mörk eftirlitsstofnana eru ekki haldbær rök.

Vinnubrögð t.d.Samkeppniseftirlitsins hafa t.d verið með allt öðrum hætti en Fjármálaeftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hefur farið með dómsúrskurði inn í fyrirtæki til að afla gagna og það hefur lagt á þungar sektir ef viðkomandi hefur reynst brotlegur.

Flestar aðgerðir Samkeppniseftirlitsins haf staðist fyrir dómi.

Ég minnist þess ekki að Fjármálaeftirlitið hafi staðið í ströngu það hefur þá bara farið fram hjá mér.

Settur ríkissaksóknari hefur hætt málatilbúnaði á hendur forráðamanna fjármálaeftirlitstofnana ríkisins sem voru álitnir hafa vanrækt starfskyldur sínar samkvæmt rannsóknarnefnd Alþingis. En hann hafði fyrirvara um það, sem var orðaður ,, að svo stöddu". 

Settur ríkissaksóknari hlýtur að endurskoða þá ákvörðun sína í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar í gengistryggingarmálinu.


mbl.is FME skoðaði aldrei gengislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búvörusektir

Spurningin er hvort það standist stjórnarskrá að sekta menn vilji þeir reyna bjarga sér í atvinnulegu tilliti.

Stjórnarskráin mælir fyrir um atvinnufrelsi borgaranna.

Með bráðabirgðalögum  nr. 49/1934 voru settar reglur um meðferð og sölu mjólkur og rjóma og fleira, en þau voru staðfest með lögum nr. 1/1935.

Mig minnir að þetta hafi gerst vegna deilu um sölu á mjólk frá Korpúlfstöðum en Framsóknarmenn voru eitthvað óhressir með það.

Ég verð þá leiðréttur um þetta ef það er rangt og tek því.


mbl.is Skjaldborg um styrkjakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15.júní og 16. júní 2010

Í færslu hér á undan reyfar Sverrir Stormsker hugmyndafræði varðandi kosningu formanns Orkuveitu Reykjavíkur sem Bestiflokkurinn og Samfylkingin bera ábyrgð á.

Hann fer ekki það sem er kallað fögrum orðum um kosninguna eða málefnið. En þetta er ákveðinn stíll einkum og sér í lagi á þeim tímum sem við lifum nú á og mikið liggur við.

15. júní 2010 er kosið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

16. júní 2010 fellur dómur í Hæstarétti þar sem binding lánskjara við breytingar á gengi, er dæmd ólögmæt.

Þess vegna er spurningin hvort þessi kosning sé mistök og verði endurskoðuð.

Eða að viðkomandi stjórnmálaöfl standi við hana og taki á sig pólitískan skell í upphafi kjörtímabils.

Ég meta það svo út frá minni dómgreind að þetta sé nú ekki það sem kjósendur þessara flokka hafi átt von á.

En það er náttúrlega ekkert grín að lenda allt í einu í því að þurf að fara stjórna 130 þús manna byggðarlagi.


mbl.is Ný stjórn tekin við OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband