Mikið fyri lítið

Eitt sinn auglýsti Samvinnufyrirtæki ,, Mikið fyrir lítið" Þetta var verslunin Mikligarður sem var sett á stofn og átti að verða stórmarkaður.

Þegar einn bóndi í minni heimabyggð, heyrði þetta þó hló hann ógurlega að þessu. Hann sagði að ef einhver fengi mikið fyrir lítið að þá hlyti einhver að láta mikið af hendi en fá lítið í staðinn og það væri tæplega sanngjarnt.

Lánasamningar þeir sem Hæstiréttur hefur nú fjallað um og dæmt gengisvísitöluna ólöglega er samningur milli tveggja aðila.

Þetta eru ekki nauðungarsamningar. Aðiljar eru sammála við undirskrift um þau sjónarmið að samningurinn sé bundin við verðhækkanir á gjaldeyrir og höfuðstóllin taki þar af leiðandi breytingum. Sérstaklega er getið um það í samningnum að lántakandinn geri sér þetta ljóst.

Með öðrum orðum, lánveitandinn geti í lok lánstímans fengið sambærileg verðmæti fyrir höfuðstólinn og í upphafi lánstímans. Þetta er kjarni málsins.

Nú dæmir Hæstiréttur gengisákvæðið ólögmætt enda ekki spurður að neinu öðru. Heldur fólk þá bara að við taki, ,, Mikið fyrir lítið".

Málið er ekki svona einfalt: Lánastofnanir hafa umbjóðendur á bak við sig sem þeir verða að gæta hagsmuna fyrir.

Hugsunin í samningnum var sú að sömu verðmæti séu greidd til baka, annað er óheiðarlegt og er í stíl við útrásarsjónarmið.

En vafalaust hafa þessi gengissjónarmið farið útúr kortinu og bílasamningarnir verið að skila lánastofnunum ef til vill of miklu.

Ég tók t.d eftir því að í Hæstaréttardómi var kostnaður við að verðmeta bíl 280 þús. Það er mikið fé fyrir að meta bíl. Svo voru þarna kostnaður upp á 108 þús. vegna dekkja, en þó var búið að meta bílinn niður og þá væntanlega með dekkjum. Þarna átti sem sagt að tvíborga.


mbl.is Hættulegt aðgerðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband