Akureyrarflugvöllur

Hvernig mundi það mælast fyrir í samfélaginu ef allt í einu kæmi krafa fram frá Akureyringum að Akureyrarflugvöllur ætti að far burt, eins og krafist er með Reykjavíkurflugvöll? Bara skorið á flugsamgöngur til höfuðborgarinnar í báðar áttir.

Það var hávær krafa frá öflum úr samfélaginu á sínum tíma, að fá afréttarland bænda undir miðlunarlón hér á árum áður. Stundum verða sveitarfélög að taka tillit til víðra almannahagsmuna á landsvísu.

Ég geri engan mun á flugvallarmalbiki og venjulegu malbiki. Það er búð að og er verið að skipuleggja bílastæði á  fleiri hekturum á besta stað við rætur Öskjuhlíðar í Vatnsmýrinni, fleiri hektara. Þar er ekki farið vel með verðmætt land.

Það er verið að þrengja athafnarsvæði hafna bæði í Reykjavík og Hafnarfirð.

Þjóðin á ekki farþegaskip til að komast til og frá landinu. 

Ef eitthvað breytist í atvinnuháttu og atvinnurými vantar, þá eru komnar íbúðir og tónlistarhallir á kæjann. Það er jafnvel mokað ofan í góða hafnaraðstöðu.

Viðey er haldið í einangrun, þar er engin hafnaraðstaða  ( flotbryggja ) fyrir smábáta yfir sumartímann.


mbl.is Fara gegn fjórflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manchesterflugið

Ætli það verði ekki hægt að fljúga frá Manchester á morgun? Taka bara strauið beint norður og taka sveig fyrir austan gosið og lenda á Akureyri. Mér sýndist það. Norðanáttin sígur hægt suður eftir og bægir öskunni frá.
mbl.is Háloftin áfram öskusvört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár viðaukatillögur

Ég leyfi mér að bera hér fram þrjár viðaukatillögur þar sem þjóðfundi hefur ekki verið slitið.

1. Hjón fái húsaleigusamning í brúðkaupsgjöf frá Íbúðalánasjóði til langstíma gegn hóflegu leigugjaldi.

2. Kartöflu og matjurtagörðum verði komið fyrir í göngufæri frá heimilum. Ekki upp í Skammadal.

3. Geitfjárhald í þéttbýli verði leyft með skilyrðum og geitur notaðar í taumi til að bíta gras á grænum svæðum í staðinn fyrri að nota hávaðasöm bensínorf. Það er umhverfisvænt og fólk gæti stýft geitaost úr hnefa og drukkið geitamjólk sem er mjög saðsöm. Við þetta mundi færast líf og fjör í þéttbýlið.


mbl.is Margar tillögur á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband