Hlægileg framganga

Þetta er hlægileg framganga hjá þessum sundlaugargesti að amast við því þó stjórnmálaflokkur vilji reyna að gera sig sýnilegan og bjóða fólki pylsur.

Í stjórnarskránni er mælt fyrir að menn megi safnast saman undir berum himni vopnlausir.

Stjórnmálaflokkar hafa skyldum að gegna og hafa heimildir að safnast saman vopnlausir í almenningum og rabba við fólk og skýra út hvert þeir vilji stefna með þjóðfélagið.

Stjórnmálastarf gengur ekki út á það að safna styrkjum. 

Aftur á móti verða stjórnmálaflokkar að varast að áreita fólk, og er mér til efs að svo hafi verið í þessu tilfelli. Maðurinn gat gengið hindrunarlaust til laugar, og þetta uppþot er bara kjánalegt.

Stjórnmálaflokkar eru hluti af mannlífinu og við verðum að umbera þá hvar sem við stöndum í stjórnmálum. 

Væri aftur á móti frambjóðandi að halda ræðu undir flokksmerkjum í heitapottinum ætti umsvifalaust að taka í taumana.


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband