Óglögg frétt

Þessi frétt er nú frekar óglögg og liggur ekki ljóst fyrir um hvað hún snýst:

Þulurinn segir  að þar sem enginn einn flokkur hafi ekki fengið meirihluta á breska þinginu, hefur ekki ný ríkisstjórn verið mynduð.

Síðan segir að Steingrímur hafi verið spurður að því hvort skriður komist ekki á málið fljótlega o.s.frv.

Þegar maður færist inn í fréttina er hér sennilega verið að spyrjast fyrir um Icesave.

Það mál liggur alveg ljóst fyrir hér innanlands. Seinni lögunum um Icesave var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í gildi eru því fyrri lögin um Icesave.

Íslensk stjórnvöld eiga ekkert að skipta sér af þessu máli að fyrrabragði. Bretar eiga að leika fyrsta leik. 

Það er mikilvægt fyrst kominn er af stað málatilbúnaður fyrir dómstólum og handtökur átt sér stað vegna bankahrunsins hér heima og sem snertir nágrannalönd okkar að þá á að bíða og sjá hvernig þau mál þróast.

Það þarf að koma eignum Landsbankans í Bretlandi á vaxtaberandi reikninga og Bretar eiga ekkert að þurfa að óttast, ef eignirnar eftir því sem kynnt hefur verið, eiga að duga langleiðina fyrir Icesave.

Það er betra og sterkara fyrir íslenska hagsmuni að hægt sé að draga heildarmynd upp af málinu og það upplýst sem best. Þar hefur mikilvægum áfanga verið náð með birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Þannig að málsaðilar eiga að vera sér meðvitaðir að ýmislegt er að gerast í málunum öllum til hagsbóta.


mbl.is Erum í startholunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband