Sjómenn og þingmaður að Norðan

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur er með all sérstæða auglýsingu á baksíðu Fréttablaðsins í dag.  Auglýsingin er mótmælaauglýsing og hefst á spurningunni.

,,Hvers vegna? Síðan kemur textinn:

Sjómenn vinna við hættulegar aðstæður fjarri heimilum sínum oft svo vikum skiptir!

Síðan heldur textinn áfram:

Á meðan þingmaður með lögheimili norður í landi en býr hjá mömmu sinni í Grafarvogi heldur fullum skattfríðindum í dagpeningsformi, ræðst ríkistjórnin á sjómannaafsláttinn.

Þessari aðför að sjómönnum mótmælum við! Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur".

Eftir upplýsingum frá félaginu þá þurfa sjómenn að borga fæðiskostnað sinn til sjós en hafa fæðispeninga 1300 kr/ sólarhring frá útgerð til að greiða matarkostnað, ef ég hef rétt skilið og eru fæðispeningarnir skattskyldir.

Íverukostnaður og kojupláss þurfa þeir væntanlega ekki greiða fyrir, en er skaffaður væntanlega hlífðarfatnaður. Þannig að þeir sleppa á sléttu ef kokkurinn bruðlar ekki með matföng.

Þingmaðurinn sem virðist vera í auglýsingunni ákveðinn þingmaður sem sjómenn þekkja og er að Norðan og býr hjá mömmu sinni, að sagt er upp í Grafarvogi. Það kemur ekki fram í auglýsingunni að hann þurfi að borga mömmu fyrir húsnæði og fæði en hefur greiðslur frá ríkinu sem ætlað er að standa straum af útgjöldum vegna dvalar að heiman. Þannig að þingmaðurinn sleppur á sléttur ef mamma fær sitt. Aftur á móti fær þingmaðurinn enga ívilnun vegna fatnaðar.

Þannig að þá er það sjómannaafslátturinn sem stendur út af í samanburði við þessa aðila. Bæði störfin eru hættuleg og til marks um það var þingmönnum heimilt að hætta að ganga með hálsbindi í þingsal, en í búsáhaldabyltingunni var nokkur ótti um að hægt væri að hengja þingmenn í bindinu.

Það sem vekur undrun mína er myndbirting með auglýsingunni. Öll skip upp í fjöru og strönduð.

Hvað segja skipstjórnarmenn við þessu eru menn alltaf að stranda skipum sínum?

Er ekkert jákvætt við að vera sjómaður?


Bloggfærslur 6. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband