Miklir hagsmunir

Það liggja miklir hagsmunir í kringum þetta mál. Eðlilegt er að gætt sé ýtrustu varúðar.

Á hinn bóginn verður að vænta þess að á bak við þessa ákvörðun liggja rannsóknir en ekki móðursýki. 

Áhugavert væri að frétta um hvaða rannsóknir og sýnataka á hinum mismunandi stöðum í lofthjúpnum standi nú yfir til þess að magn ösku og gerð liggi fyrir að afloknu gosi.

Ef sú vinna er ekki yfirstandandi þá er lítið til að byggja á til framtíðar.

Alþjóðaflugmálayfirvöld hljóta að hafa frumkvæði að málinu annars eru yfirvöld bara skýjaglópar.


mbl.is Segir flugbannið vera móðursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband