Kaflaskipti

Stjórnarskráin setur ramma utan um forsetaembættið og skýrir hlutverk þess. Hver forseti á sinni tíð hefur svo mótað það með sínum hætt. Þannig hafa skapast siðir, venjur og mörk.

Forsetarnir fyrrverandi hafa allir verið klassískir og varkárir og fallið að þjóðarviljanum hverju sinni ef svo má segja. Þeir hafa varast það að fara með embættið út í neina óvissu. 

Sveinn Björnsson var lögfræðingur og málflutningsmaður. Ásgeir Ásgeirsson var guðfræðingur og fv. forsætisráðherra. Kristján Eldjárn var fornleifa- og íslenskufræðingur. Vigdís Finnbogadóttir er með B.A. próf í frönsku og próf í uppeldis og kennslufræðum og heiðursdoktor víða um heim. Ólafur Ragnar Grímsson er stjórnmála- og hagfræðingur og stjórnmálamaður.

Fyrripart forsetatíða Ólafs Ragnars  og lengst af, var litið að gerast og ekkert að gera í sambandi við stjórnarmyndanir og því frekar daufleg vistin á Bessastöðum.

Svo tekur  hann sig á flug og vekur upp sofandi ákvæði í stjórnarskránni um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hefur verið iðinn við að taka þátt í ýmsu sem fyrirrennarar hans hafa látið að mestu kyrrt liggja. Þar á meðal að styðja útrásarvíkingana. En þeir brugðust trausti hans eins og hann hefur sagt einhversstaðar.

En nú eru kaflaskipti. Skýrslan komin út. Nú er að treyst á lög landsins og dómskerfið. Einnig munu erlendir kröfuhafa sækja að þeim sem hugsanlega hafa framið refsiverða háttsemi og misfarið með fé sem þeim hefur verið trúað fyrir.


mbl.is Ólafur Ragnar svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrræða góður bóndi

Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með allra bestu bændum á landinu. Svo framarlega sem ekkert alvarlegt gerist með bæjarstæðið finnur hann úrræði. En satt er það hámjólka kýr geta ekki verið lengi vatnslausar. 

Sjálfur hef ég þá reynslu að þurfa að aka vatni í stórt kúabú 4 vetrarparta og notaði ég til þess haugsugu.

Ólafur græjar þetta með tankbíl og dælum, nóg er vatnið þó gruggugt sé. Ef einhver bjargar sér þá er það Ólafur og hans lið.

Gangi honum vel. En þetta er áminning til okkar í hvaða landi við búum. Það þarf alltaf að vera viðbúnaður gegn náttúruöflunum.


mbl.is Mikið tjón á Þorvaldseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband