Dýravernd á Íslandi

Víða í þéttbýli er fuglasöngur að hljóðna. Hversvegna? Jú það ganga kettir lausir og gjörsamlega eyða öllu fuglalífi á stórum svæðum. Er þessi váboði jafnvel verri en minkurinn.

Sérstakir viðhafnar stigar eru reistir við glugga og svalir fjölbýlishúsa og annarra húsa þar sem þessir kettir eiga heima. Síðan geta þeir verið á veiðum heilu næturnar út í vorinu og rústað fuglalífi og hreinsað úr hreiðrum þar sem ungar eru að komast á legg.

Lausaganga katta er ljótur blettur á vistkerfi borga og bæja og ættu stjórnvöld að taka þessi mál til athugunar og láta ketti sæta sömu reglum og t.d. hundar, en þeir mega ekki vera lausir á almannafæri í þéttbýli.

Brunar í útihúsum hafa verið í fréttum þar sem fleiri hundruð nautgripi og sauðfé hafa brunnið inni. Hvernig standa þau mál er allt upplýst eða er bara sagt, ha, hum og jæja og öllum sama.

Fréttir hafa verið af vanfóðrun hjá bændum fyrir austan og miklir erfiðleikar að fá þau mál í lag.

Dýraverndarmál þarf að taka fastari tökum en verið hefur og vinna að úrbótum.

Sérstaklega þarf að vera á varðbergi nú þegar rekstrarerfiðleikar eru í landbúnaði þá  þarf að fylgjast með fóðrum og fyrirkomulagi búfjárhalds áður en allt er komið óefni. 

Og svo eru það hrossin. Víða er fóðrun hross til fyrirmyndar. Enn annarstaðar er maður að sjá hrossum gefið í þröngu hólfum sem útvaðast í drullu og hey treðst niður í svaðið og geta valdið vandamálum í fóðrun.


mbl.is Svisslendingar hafna réttargæslumönnum til handa dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málskotsrétturinn

Ég hef velt þessum málum upp fyrir sjálfum mér með svipuðum hætt og frá greinir í máli Þórunnar.

En þó er ég að velta þessu betur fyrir mér og sjónarmið mín að breytast.

Málskotsrétturinn er um tiltekið afmarkað mál og erfitt að leggja mat á hvenær á að nota hann og hvenær ekki. Í raun er forsetinn hlutlaus á meðan hann gefur ekki upp afstöðu sína. Þar af leiðandi er hann ekki að tapa neinu máli á hvern veg sem það fer. Gefi hann aftur á móti upp afstöðu sína fyrirfram er hann í vondum málum. Þannig að slíkar aðstæður eru ekki uppi núna varandi forsetann.

Ríkisstjórnin er aftur á móti í mikilli klípu. Hún kemur málin ekki fram, nema í samkomulagi við stjórnarandstöðuna og/eða forsetan, nái hún á annað borð samningum við gagnaðilann.

Á meðan ríkistjórnin hefur meirihluta fyrir sinni stjórnarsetu þarf hún ekki að fara frá vegna þessa máls sérstaklega og er ekkert kveðið á um það í stjórnarskránni.

Aftur á móti er málið vont og afar erfitt. Það er mín skoðun að það verði ekki leist nema Evrópusambandið komi að því með einum eða öðrum hætti.

Ég er aftur á móti algerlega ósammála Þórunni um að atkvæðagreiðslan skipti ekki máli.


mbl.is Staðan breytt frá því í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf frá forseta Alþingis

Þá er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla yfirstaðin. Við atkvæðagreiðsluna höfðu kjósendur allir jafn rétthátt atkvæði óháð búsetu á landinu. Eitt atkvæði, einn kjósandi.

Við Alþingiskosningar er þessu öðruvísi fari. Þar er kjósendum mismunað eftir búsetu og er það kalla atkvæðamisvæg eftir kjördæmum. Það liggur fyrir að íbúar í fjölmennasta kjördæmi landsins SV-kjördæmi hafa 1/2 atkvæðisrétt miðað við NV-kjördæmi  Er það gjarnan rökstutt með því að kjósendur  í kjördæmum í hinum dreifiðubyggðum eigi að fá þann aðstöðumun sem felst í því að búa út á landi uppborinn í meira vægi atkvæða til Alþingiskosninga. 

Þetta eru haldlítil rök þar sem samgöngur eru gerbreyttar og fólk getur með miklu auðveldari hætti haft samskipti í gegnum tölvur og síma. Það mætti alveg eins snúa þessari röksemdafærslu við og segja að dreifbýlisfólk ætti að hafa rýrari kosningarrétt, þar sem það hefði auðveldari aðgang að bithaga, rjúpnaskytterí, veiði, eggja og berjatínslu, umgengni við náttúru, hreinna og tærara loft, o.s.frv.

Á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí 2009 kærði færsluritari ásamt kjósanda úr SV-kjördæmi Alþingiskosningarnar til Alþingis á grundvelli laga og stjórnarskrá þar um. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að svara formlega um lyktir og afgreiðslu kærunnar, þannig að við hefðum svarið skjalfest í höndunum.

Föstudaginn 5. mars s.l. barst okkur svo bréf frá forseta Alþingis, eftir að hafa spurst fyrir um svar hjá dómsmálaráðuneyti og Alþingi. Í svari forseta er farið yfir málið og gerð grein fyrir afgreiðslu þess í þinginu og þeim sjónarmiðum og lagarökum sem Alþingi fari eftir.

Fram er tekið í bréfinu að þeir nefndarmenn í kjörbréfanefnd sem fjölluðu um kæruefnið séu einróma um mikilvægi þess að jafna atkvæðarétt í landinu. Margrét Tryggvadóttir skrifaði undir með fyrirvara.

Þar sem við tveir kjósendur teljum að réttur okkar til Alþingiskosninga sé skertur ákváðum við að halda áfram með málið. Hefur það nú verið kært til Umboðsmanns Alþingis á grundvelli 11.gr. lag um störf Umboðsmanns Alþingis. Hann hefur nú tekið við málinu og bíðum við afgreiðslu hans.


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband