Tveir aðilar fara með löggjafarvald á Íslandi.
Alþingi og forseti Íslands. Alþingi hefur bein áhrif á setningu löggjafar en forseti Íslands óbein áhrif með undirritun sinni á lög frá Alþingi eða ekki.
Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands mælir svo fyrir um formleg samskipti þessara aðila vegna lagasetningar:
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
Forseti Íslands ákvað að skrifa ekki undir Icesave lögin hin seinni og þar með hefur hann vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með ber þjóðinni að úrskurða um þessi mál í atkvæðagreiðslu.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur ákveðið að að greiða atkvæði á morgun. Það er hans réttur.
Forustufólk ríkistjórnarinnar Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og Steingrímur J. Sigfússon formaður VG grænna hafa ákveðið að mæta ekki til kjörstaðar og greiða því ekki atkvæði.
Það er þeirra réttur að ráða hvað þau gera. Þann rétt ber að virða.
Það eina sem ég hef áhyggjur af þessa stundina er hvort ég fái að gera grein fyrir atkvæði mínu á kjörstað með bókun, af því að þetta er lagaúrskurðaratkvæðagreiðsla.
![]() |
Ólafur Ragnar ætlar að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.3.2010 | 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 5. mars 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 89
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601571
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar