Kommúnistasamtök

Það er eins og Samtök atvinnulífsins séu orðin að kommúnistasamtökum. Þau horfa til ríkisvaldsins og ætlast til að ríkistjórnin vinni öll verk og sjái um atvinnulífið.

Einkavæðingin virðist hafa mistekist og Samtök atvinnulífsisns verða snúa sér til þeirra flokka sem veittu þeirri stefnu brautargengi og spyrjast fyrir um það hversvegna málum sé svo komið sem raun ber vitni.


mbl.is Sundurlyndisfjandann má ekki magna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagráðherra?

Fagráðherra virðist vera nýyrði í íslensku máli. Það mun vera sá ráðherra sem ekki er jafnframt alþingismaður. Af orðalaginu má álykta að hann sé sérfræðingur í sínum ráðherradómi. Það eru þessir tveir ráðherrar að vísu í þessu tilfelli en þeir eru ekki alþingismenn. Þeir tilheyra einungis framkvæmdavaldsþættinum. En þetta er ef til vill ekki heppilegt orð um hugtakið.

Þannig er þá ráðherra sem er alþingismaður væntanlega ekki fagráðherra eftir þessu, þó hann hafi menntun sem spannar sérsvið ráðherradómsins. T.d er Jón Bjarnason ágætur fagmaður í landbúnaði þar sem hann er búfræðikandídat og með reynslu sem skólastjóri við búnaðarskóla og hefur verið útvegsbóndi.

Steingrímur J. Sigfússon er jarðfræðingur en sú menntun hefur ekkert að gera með fjármál. Að vísu hefur Steingrímur smalað fé og dregið fé í réttum. Aftur á móti má segja að jarðfræðimenntun hans komi sér vel þegar gýs í ríkisstjórninni.

Flestir ráðherrarnir eru með menntun sem fellur ekki sérstaklega að þeirra ráðuneytum, þó þeir hafi fjölbreytta menntun og margþætta reynslu.

Til að skerpa skilin í þessari orðanotkun er spurningin hvort hægt sé að nota orðið framkvæmdavaldsráðherra yfir þá ráðherra sem ekki sitja á Alþingi, í staðin fyrir fagráðherra.


mbl.is Búast má við breytingum á ráðherraliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband