Samfylkingarmenn voru að ráða ráðum sínum á flokkstjórnarfundi í dag og voru sveitarstjórnarkosningar þar í brennidepli.
Ef fer fram sem horfir verða kosningarnar til borgarstjórnar Reykjavíkur til skammar fyrir lýðræðið vegna lítils vægis kjósenda til fulltrúakosninga.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum gilda eftirfarandi reglur um fjölda sveitarstjórnarmann í sveitarstjórnum miðað við íbúafjölda, lög nr. 45 1998:
12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn. Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
a. þar sem íbúar eru innan við 200 35 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 200999 57 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 1.0009.999 711 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 10.00049.999 1115 aðalmenn,
e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 1527 aðalmenn.
Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem Þór Saari flytur er lagt til að fjöldi sveitarstjórnarmanni verði eftirfarandi mál nr. 15:
a. þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 1.0004.999: 11 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 5.00024.999: 17 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 25.00049.999: 31 aðalmaður,
e. þar sem íbúar eru 50.00099.999: 47 aðalmenn,
f. þar sem íbúar eru 100.000199.999: 61 aðalmaður,
g. þar sem íbúar eru 200.000399.999: 71 aðalmaður.
Í greinargerð með frumvarpinu og töflum kemur eftirfarandi fram um stöðuna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi:
Ísland | Íbúar | Sveitarstjórnarmenn |
Reykjavík | 119.547 | 15 |
Kópavogur | 29.976 | 11 |
Hafnarfjörður | 25.850 | 11 |
Akranes | 6.609 | 9 |
Ísafjarðarbær | 3.972 | 9 |
Akureyri | 17.541 | 11 |
Fjarðabyggð | 4.723 | 9 |
Fljótsdalshérað | 3.695 | 11 |
Hornafjörður | 2.112 | 7 |
Vestmannaeyjar | 4.086 | 7 |
Árborg | 7.922 | 9 |
Það sem vekur athygli er mikill mismunur milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Í Reykjavík er 119 þús íbúar en ekki nema 15 sveitarstjórnarmenn. Í Kópavogi t.d eru 30 þús íbúar og 11 sveitarstjórnarmenn. Þarna munar 4 sveitarstjórnarmönnum en 90 þús íbúum.
Gefum okkur að atkvæðavægi í Kópavogi sé rétt og sanngjarnt, 30 þús deilt með 11 sveitarstjórnarmönnum þá þarf 2727 íbúa til að koma manni að.
Segjum svo að þessi reikniregla verði heimfærð upp á Reykjavík 15 sveitarstjórnarmenn x 2727 íbúar=40905 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum.
Í Reykjavík eru 119500 íbúar og aðeins þarf 40900 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum að samkvæmt Kópavogsreglunni þá eru 79 þús íbúar afgangs.
Ég segi nú eins og kerlingin sagði um þjóðaratkvæðagreiðsluna, þessar kosningar eru skrípaleikur.
![]() |
Mörg hundruð störf í húfi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2010 | 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
M/S Ísborg IS 250 frá Ísafirði var síðutogari sem breytt var í fragtskip í kringum 1963 með því að færa brúnna aftar og þannig jókst lestarpláss skipsins.
Síðuritari var um skeið háseti á skipinu. 11 manna áhöfn var um borð. Lítið var um nútíma þægindum í skipin, engi sjálfstýring og stóð alltaf einn háseti við stýrið og handstýrði.
Eitt sinn lögðum við af stað frá Kaupmannahöfn síðla dags. Vorum við 3 á vaktinni, síðuritari og Finnbogi Kjeld 2. stýrimaður og annar háseti. Var síðuritari við stýrið. Það var hefð á Ísborginni að tala mikið í brúnni.
Þoka var og kjöftuðum við Finnbogi mikið og gleymdum okkur. Þegar við eru komnir út á Kattegat birtist stórt flutningaskip út úr þokunni, svona 5 gráður á stjórnborða. Finnbogi tekur strax ákvörðun um að rúlla stýrinu hart í stjór og leggst Ísborgin mjög á hliðina þar sem hún var á fullri ferð.
Skipstjórnarmaður á hinu skipinu beygir hinsvegar á bakborða sem var ekki samkvæmt siglingareglum. Nálguðust skipin mjög en náðist að forðast árekstri en skipin sigldu andartak hlið við hlið og fóru bæði einn hring.
Nokkrir úr áhöfninni komu upp í brú og spurðu hvort eitthvað hefði komið fyrir en við Finnbogi vorum fámálir mjög um þennan atburð og ég held að hann hafi ekki verið færður til bókar.
![]() |
Búið að bjarga bátnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2010 | 17:32 (breytt 20.5.2024 kl. 17:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kúabændur samþykkja harðorða ályktun vegna seinagangs lánadrottna við úrlausn skuldavandans. Er mikil harmur kveðin af bændum yfir þessu óréttlæti.
Enginn skilur hvernig allar þessar skuldir skuli hafa hrannast upp og einkennilegt hvernig lánadrottnar yfirtaka rekstur búanna sem bændur eiga. Þetta er náttúrlega algerlega út hött.
Ofan á allt þetta eru svo lánardrottnar svo komnir í samkeppni við bændur að sagt er í fréttinni sem aldrei hafa ljá máls á samkeppni og hafa viljað standa saman.
Gott ef bankarnir fari ekki að kaupa sér mjólkurbíla og selja mjólk beint frá bíl ( Beint frá býli ), við algengustu stofnleiðir í þéttbýli, vegna þess að almenningur á ekki lengur peninga fyrir bensíni til að fara í stórmarkaðina.
Þó er vitað að Jón á Sléttu, Ólafur í Mjólkárdal og Gissur í Ofanleiti og margir bændur eru skuldlausir með þokkaleg bú og það skilur náttúrlega engin maður. Enda vildi engin kjósa þá á fundinn og óeðlilegt að vera hampa slíkri ráðdeildarsemi á þessum erfiðu tímum.
![]() |
Bankar hætti kúabúskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2010 | 15:22 (breytt kl. 15:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 27. mars 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 89
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601571
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar