Ferðafélag Íslands náði fyrst fótfestu á Hveravöllum og byggði skála þar og aðstöðu fyrir sína félaga. Og átti tvo skála um tíma.
Eftir sem mér skildist fengu bændur að hýsa gangnamenn sína í skálunum í göngum á vegum Ferðafélagsins og er mér ekki kunnugt um hvaða greiðslur hafi farið þar á milli aðila fyrir dvölina.
Þegar Svínavatnshreppur um stundarsakir hér á árum áður varð ríkur þá fóru hreppsbúar sumir að sjá ofsjónum yfir gróða Ferðafélagsins og spunnust upp einhver deilumál þar upp sem ég kann ekki til hlítar. Skyldist mér að sveitarfélögin hafi keypt skálana af Ferðafélaginu að lokum.
Kom þá upp sú hugmynd að fara með einhvern skúra upp eftir til að fara að selja pulsur. Voru þeir þar í forustu hreppstjórar Svínavatnshrepps- og Torfulækjarhrepps ásamt stöðvarstjóra Blönduvirkjunar. Hringdi ég þá í stöðvarstjórann og sagði honum að þetta þyrfti að hugsa miklu stærra og til framtíðar og bað hann að af stýra því að þessir skúrar færu upp eftir.
Ég er alinn upp við sérstaka umræðu í Bændaskólanum á Hvanneyri undir handarjaðri Gunnars Bjarnasonar kennara og hrossaræktarráðunautar og eldhuga.
Hann vildi að þarna risi þokkalegt hótel og lýsti fjálglega fyrir okkur hvað útlendingar vildu sjá á Hveravöllum. Það væri norðan stórhríð en allir gætu verið inni í góðum stofuhita með viskíglasið sitt og horft á hríðina út um glugga.
Nú eru tímar breyttir og hægt að komast mestallan ársins hring að Hveravöldum.
Ekki er búið að úrskurða um þjóðlendumál á Hveravöllum þó það ligg í loftinu að þarna sé þjóðlenda og því húsbóndavaldið í forsætisráðuneytinu þó skipulagsvaldið hjá hinum nýja hrepp Húnavatnshrepp.
Þannig að það er að mörgu að gæta í þessum efnu hvert á að þróa staðin.
![]() |
Umbætur á Hveravöllum í bígerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.3.2010 | 23:11 (breytt kl. 23:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að búast við hinu óvænta er nauðsynlegt þegar lifað er á óvissu tímum.
Gott hjá lögreglunni að vera á varðbergi gagnvart gripdeildum á bændabýlum við þessar aðstæður.
Reyndar er allt skipulag til fyrirmyndar við þessar náttúruhamfari.
Það sem skiptir gríðar miklu máli að ekki verði slegið slöku við um eftirlit, gæslu og allir aðilar hafi andvara á þessum aðstæðum þar sem umfangið er í raun mjög mikið og landsvæðið stórt.
Þarna eru 2-3 eldstöðvar og þó vísindamenn séu með mikla þekkingu og mælistöðvar er eins og hið óvænta geti sífellt komið aftan að fólki. Þess vegna skiptir árveknin máli og ekkert er fyrirfram gefið.
Það skiptir líka miklu máli, þar sem við búum á eldfjallalandi, að við getum sýnt umheiminum og okkur sjálfum, að við höfum fullt vald á aðstæðum, höldum ró okkar og skipulag sé gott og allir komast bærilega af.
Jarðskjálftarnir á Haíti og Chile þar sem hundruð þúsundir íbúa farast er skelfileg upplifun fyrir íbúa viðkomandi landa en sýnir hvað maðurinn er lítill og umkomulaus í samanborið við náttúruöflin.
![]() |
Þekktum brotamönnum vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.3.2010 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar einn atvinnurekandinn hér um daginn var komin í greiðslustöðvun með ættarveldi sitt og var spurður að því hvernig stæði á því að hann hefði ekki skilað ársreikningi til einhverra ára til Ársreikningsskrár, svaraði hann vígalegur og þungur í lund að viðkomandi kæmi það ekki við og ekki væri hann að spyrjast fyrir um það hvernig nærbuxum viðkomandi værir í.
Það er nú óðum að koma í ljós hvernig nærbuxum atvinnurekendur eru í, því mjög margir eru komnir með allt niðrum sig.
Ekki er það sósíalismanum að kenna, ekki er það kaupfélögunum að kenna ekki er það samvinnuhreyfingunni að kenna.
Flokkur einkaframtaksins og atvinnurekenda hefur ráðið hér landsmálum mjög lengi.
Hvarvetna blasa við gjaldþrot og verra en það því engar eignir finnast í búunum en mikið af skuldum.
Það er ágeng spurning hvort það séu nokkrir atvinnurekendur lengur til í landinu þegar allt er komið á hausinn og ríki og bankar eru komnir með atvinnulífið í gjörgæslu.
Tímabært er að fara velta fyrir sér hver staða atvinnurekenda er og hvort ekki sé skynsamlegra fyrir þá að ræða við stjórnvöld um framtíð sína og hver hún verði fremur en vera alltaf að láta líta svo út að þeir ráði.
Góður og útsjónarsamur og aðgætinn atvinnurekandi er mikil auðlind. En ég held að allir geti verið sammála um það að þeir atvinnurekendur sem standa nú uppi á mislitum nærbuxum fá tæplega háa einkunn.
![]() |
Vilja að skötuselslög verði afnumin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.3.2010 | 16:59 (breytt 30.11.2012 kl. 16:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 23. mars 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 89
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601571
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar