Goðorð?

Það er ekki gott að átta sig á því hvort það gildi lýðræði vegna kosninganna í Reykjavík eða eitthvað annað. Að vísu fær fólk að kjósa en mikill munur er á atkvæðavægi í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum gilda eftirfarandi reglur um fjölda sveitarstjórnarmann í sveitarstjórnum miðað við íbúafjölda, lög nr. 45 1998:

12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
   a. þar sem íbúar eru innan við 200 3–5 aðalmenn,
   b. þar sem íbúar eru 200–999 5–7 aðalmenn,
   c. þar sem íbúar eru 1.000–9.999 7–11 aðalmenn,
   d. þar sem íbúar eru 10.000–49.999 11–15 aðalmenn,
   e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 15–27 aðalmenn.

Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem Þór Saari flytur er lagt til að fjöldi sveitarstjórnarmanni verði eftirfarandi mál nr. 15:

a.      þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
            b.      þar sem íbúar eru 1.000–4.999: 11 aðalmenn,
            c.      þar sem íbúar eru 5.000–24.999: 17 aðalmenn,
            d.      þar sem íbúar eru 25.000–49.999: 31 aðalmaður,
            e.      þar sem íbúar eru 50.000–99.999: 47 aðalmenn,
            f.       þar sem íbúar eru 100.000–199.999: 61 aðalmaður,
            g.      þar sem íbúar eru 200.000–399.999: 71 aðalmaður.

Í greinargerð með frumvarpinu og töflum kemur eftirfarandi fram um stöðuna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi:

 

Ísland Íbúar Sveitarstjórnarmenn
Reykjavík 119.547 15
Kópavogur 29.976 11
Hafnarfjörður 25.850 11
Akranes 6.609 9
Ísafjarðarbær 3.972 9
Akureyri 17.541 11
Fjarðabyggð 4.723 9
Fljótsdalshérað 3.695 11
Hornafjörður 2.112 7
Vestmannaeyjar 4.086 7
Árborg 7.922 9

 Það sem vekur athygli er mikið mismunur milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Í Reykjavík er 119 þús íbúar en ekki nema 15 sveitarstjórnarmenn. Í Kópavogi t.d eru 30 þús íbúar og 11 sveitarstjórnarmenn. Þarna munar 4 sveitarstjórnarmönnum en 90 þús íbúum.

Þar sem fulltrúalýðræði er tíðkað svo sem  í verkalýðsfélögum, stjórnmálafélögum, sjómannafélögum, samvinnufélögum og búnaðarfélögum er ákveðin fastur félagafjöldi sem þarf til að koma að einum fulltrúa á þing eða fund hvar sem félagið er starfandi á landinu.

Gefum okkur að atkvæðavægi í Kópavogi sé rétt og sanngjarnt, 30 þús deilt með 11 sveitarstjórnarmönnum þá þarf 2727 íbúa til að koma manni að.

Segjum svo að þessi reikniregla verði heimfærð upp á Reykjavík 15 sveitarstjórnarmenn x 2727 íbúar=40905 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum.

Í Reykjavík eru 119500 íbúar og aðeins þarf 40900 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum að samkvæmt Kópavogsreglunni þá eru 79 þús íbúar afgangs.

Þá ganga af 79 þús íbúar í Reykjavík sem raunverulega hafa engin áhrif, en þeir fá þá væntanlega frístundakort í staðin sem sárabætur.


mbl.is Framsóknarmenn birta listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landvættirnar

Það er augljóst að landvættirnar eru reiðar vegna Icesavemálsins og þess vegna hafi farið að gjósa.

Þær hafa sennilega skynjað það að einhverjir Bretar og Hollendingar hafi ætlað að ganga yfir Fimmvörðuháls og viljað koma í veg fyrir það.

Þegar deilt var um kristnitökuna á Alþing á Þingvöllum við Öxará árið 1000 komu upp jarðeldar í Ölfusi. Þetta álitu heiðnir menn að væru teikn um að goðin hafi reiðst vegna málatilbúnaðar kristinna manna

En þá mælti Snorri goði Þorgrímsson hin fleygu orð: " Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraun það, er nú stöndum vér á?".


mbl.is Gossprungan um 1 km að lengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband