Eitt sinn var hópur fólks veðurtepptur vegna ófærðar fram í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Var fólkinu nauðsyn að komast í veg fyrir Norðurleiðarrútu áleiðis til Reykjavíkur.
Þá voru aðalleiðir einungis mokaðar 1-2 í viku. Þá var leitað ráða hjá Sigurgeiri Hannessyni bónda í Stekkjardal. Hann sá þá leiða eina færa að aka á ís út Svínavatn en það er 11 km langt. Var Sigurgeir inntur eftir því hvort það væri örugg slíkt ferðalag. Hann kvað svo vera.
Var nú lagt af stað á Land Rover model 1962. Var bifreiðin með keðjur á öllum hjólum. Veður gekk á með dimmum éljum og sá ekki til lands þegar út á vatnið var komið. Bar nú fólkið ugg í brjósti að vera úti á ísnum, en Sigurgeir kvað öllu óhætt. Gekk nú ferðin þó seint færi.
Sigurgeir hafði mestar áhyggjur að hitta á réttan stað við norðanvert Svínavatn í svokallaðri Reykjabót en þar er afleggjararæksni niður að vatninu. Gekk nú allt vel og náði hópurinn landi nákvæmlega á afleggjarann. Furðuðu ferðalangar sig á því hvernig Sigurgeiri hafði tekist að hitta á réttan stað því ekki var auðvelt að komast upp á bakkann.
Kom þá í ljós að Sigurgeir hafði á þeirri tíð er mjólkurflutningar hófust úr sveitum oft ekið á trukk á Svínavatni og var öllum staðháttum kunnur.
Einungis staðkunnugir menn eiga að taka ákvörðun um að fara út á ís á vötnum. Það sem ræður burðarþoli íss er þykktin, sem helgast af lengd þess tíma sem frost hefur verið og frost hæðar.
![]() |
Bíll niður um ís á Rauðavatni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.3.2010 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var nú löngu kominn tími á það að stoppa þessi sjórán með einhverjum hætti.
Það hefur orðið niðurstaðan að sökkva móðurskipi sómalskra sjóræningja.
Af mannúðarástæðum á að gefa viðkomandi færi á að yfirgefa skipið með einhverjum hætt og bjargast.
Það kemur aftur á móti ekki fram í fréttinni hvernig það mál var leyst.
Svo er eðlilegt að NATO gangi næst í það að láta rannsaka með hvaða hætti Bretar beittu aðra bandalagsþjóð NATO, Ísland, hryðjuverkalögum út af krónum og aurum.
Það verði undanbragðalaust upplýst hvort það samrýmist NATO-samningnum. Hvort tilefni um beitingu hryðjuverkalaga hafi verið til staðar og meðalhófs gætt.
Utanríkisráðherra þarf að óska eftir skýrslu frá NATO um þetta mál. Þetta er grafalvarlegt mál fyrir óvopnaða og friðsama þjóð og undarlegt hve málinu hefur verið lítill gaumur gefinn og væri nú útláta lítið að hefja það. Eitt lítið bréf.
Það þarf aðeins smá útsjónarsemi, frumlegheit í stjórnmálum og hyggindi. Ef til vill þarf að velja réttan tímapunkt. T.d. daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
![]() |
Absalon sökkti sjóræningjaskipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.3.2010 | 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 1. mars 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 89
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601571
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar