Frelsishetja gegn auðvaldi

Sjúkrahús á Kúbu

 Fidel Castro tilkynnti í dag að yfir 1.000 Suður-Amerískir læknar, sem margir hverjir hefðu fengið menntun sína í Kúbu, myndu opna tugi tímabundinna spítala á Haítí.

 Kúbumenn hafa lagt áherslu á gott heilbrigðiskerfi, menntun og sjúkrahús. 

Myndin hér til hliðar er af nýju sjúkrahúsi í Havana. Myndina tók ég þegar ég var á ferðalagi á Kúbu fyrir nokkrum árum.

Ýmsir ,, auðvaldstittir og kapítalistaskrípi " hafa oft gert sér leik að gera grín að Castró. Hafa sagt að hann hafi drepið marga í byltingunni og óvini sína. Vissulega gengur hann um vopnaður skammbyssu og í alvöru byltingu getur einhver dáið.

Magnús Kjartansson fv. ráðherra og ritstjóri Þjóðviljans segir í bók sinni Byltingin á Kúbu, að eftir að byltingarmenn hafi náð yfirráðum á eyjunni hafi Castró lagt áherslu á það við sína menn að þeir hefndu sín ekki á andstæðingunum en lögð væri áhersla á að þeir væru dregnir fyrir dóm.

Castró er frægur fyrir langar ræður og sumir hafa haldið að að hann hefði bara svo gaman að því að tala. Ástæðan fyrir þessum löngu ræðum fyrir og eftir byltinguna var að þjóðin var ekki læs og þess vegna þurfti að upplýsa hana jafnóðum hvað væri á döfinni og til þess voru ræðurnar.

Nú er þjóðin vel menntuð og hefð er fyrir því að læknar, verkfræðingar og aðrir langskólamenn fari til annarra landa og skapað eyjarskeggjum gjaldeyrir.

Kúba hefur mjög liðið fyrir viðskiptabann sem Bandaríkin og fylgiríki settu á eyjuna þegar Kúbudeilan varð vegna skotpalla Rússa á eyjunni.

Nú erum við Íslendingar um stundir, svolítið í sömu sporum og Kúbverjar, einir og eigum fá vini. Við eigu mikið af því sem Kúbverjar eiga lítið af og það eru skuldir.

Myndin er í boði Fidel Castró og er engin eignaréttarfyrirvari gerður á henni og má hver eiga sem vill.


mbl.is Castro heitir læknisaðstoð til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný alþjóðleg hugmyndafræði

Bretar og Hollendingar krefjast pólitískra sátta áður en nýjar viðræður við Íslendinga hefjast. Þetta kemur fram í texta fréttarinnar en ekki kemur fram hvort er átt við innanlands eða milli landa.

Það kemur svo í ljós í orðræðu skrafarans ( þular fréttarinnar ) að þeir heimta að sátt sé um málið innanlands, þ.e. á Íslandi. Það er merkilegt að gagnaðili geti heimtað slíkt.

Þetta er að mínu mati vísbending um að Bretar og Hollendingar séu lúnir og þreytti á þessu máli og geri sér grein fyrir að málstaður þeirra sé ef til vill ekki öruggur.

Við bankahrunið má segja að þjóðarskútan hafi strandað. Þegar slíkt gerist reyna menn að bjarga því sem hægt er að bjarga og menn sjá ekki alltaf bestu leiðirnar í land eða til björgunar. Menn kasta ef til vill björgunarhringnum í vitlausa átt og ef til vill kemst björgunarbáturinn ekki strax á flot.

Nú þegar veður hefur lægt og sjór kyrrst er lag fyrir Íslendinga að klára þetta mál í sameiningu.

Viturlegt er  að reyna þá leið að draga eignir út úr þrotabúinu svo sem hótel og verslanakeðjur og það góss sem má á matsverði og afhenda það Bretum og Hollendingum sem greiðslur upp ógreiddar skuldir sem almenningur í viðeigandi löndum á óumdeilt vegna sparireikninga sinna.

Slíkt mundi lækka höfuðstól deiluefnisins strax og spara vexti.

En innanlands bíða Íslendingar eftir sinni þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa kröfur Breta og Hollendinga að engu nema sæmilega verði gengið frá þessu máli og að sem mestu að skaðlausu fyrir landsmenn.


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband