,, Aðeins 10 Líberíudollara virði"

Morgunblaðið skýrir frá því að Magnús R. Magnússon safnari hafi rekist á frímerkjaörk frá Líberíu sem hafi að geyma teikningu af Forseta Íslands.

Sagt er frá því að póstyfirvöld í Líberíu hafi gefið út frímerki af helstu þjóðarleiðtogum heims hátt í 200 árið 2000. Tekið er fram í fréttinni að frímerkið með Forseta Íslands sé aðeins 10 dollara virði eða jafnvirði 18 kr ísl.

Spurningin sem vaknar við þessa frétt Mbl., er hvort þjóðarleiðtogum hafi verið raðað upp í virðingarröð eftir verðgildi eða hvort þetta sé innanlandsgjald undir bréf í Líberíu?

Ekki kemur fram í fréttinni hvort Davíð Oddsson fv. forsætisráherra Íslands hafi verið þrykktur á frímerki og hvort þar sé um einhvern verðmun að ræða.


mbl.is Frímerki frá Líberíu með forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband