Búvörulögin

Búvörulögin líta bara í þau. Þar hljóta skýringarnar að vera hvernig menn bregðast við. Lesa greinargerðina með frumvarpinu.

Tala við hugmyndafræðingana að því landbúnaðarkerfi sem sett var á fót með búvörulögum nr. 46 frá 1986 og framsali kvótans og hvað þeir meintu.

Ræða við þá sem töluðu fyrir hagræðingunni í landbúnaði og ráðlögðu þessa leið og stækkun búanna og offjárfestingu í tækjum kvóta og byggingum.

Það þýðir ekkert að kenna hruninu um þó það vissulega lagi það ekki. 

Þessi vandræði í landbúnaði er af mannavöldum. Sem betur fer eru til gætnir, útsjónarsamir og ráðdeildarsamir bændur og birgir af heyjum og eiga fyrir áburði í vor, sem standa sæmilega og þeir munu bjarga þjóðinni.

Ef nú á að fara dæla peningum í skuldahítina af mannavöldu er hætt við að margir sem urðu að hætta búskap vegna ofstjórnar landbúnaðarkerfisins vilji bara fara að fá sínar jarðir og kvóta aftur.

Á Íslandi á að reka dreifðan landbúnað þannig tryggir þjóðin framtíðarhagsmuni sína best og hafa búin alls ekki of stór. Bara svona fjölskyldubú. Þannig að krakkarnir ráði við að reka kýrnar á beit.

Og fjárbúin alls ekki stærri en verðlagsgrundvallabúið gamla. Leið fólksins liggur aftur til sveitanna.

Alþingi verður að óska eftir því að þeir gefi sig fram sem töluðu fyrir þessum breytingu á landbúnaði og þeim verði gert að ganga í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta frá Lækjartorgi að Bændahöllinni, svo almenningur geti skoðað hvernig þeir líta út.


mbl.is Óska eftir úrræðum fyrir bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband