Pistill biskups Íslands

Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson ritar pistil á vefinn Trúin og lífið sem hann nefnir;

,, Hvað eru jólin?".

Þetta er áferðafallegur texti og svo sem mörgu hægt að vera sammála svo sem;

,,Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna" segir biskupinn.

Svona texta geta svo sem allir verið sammála og textinn er fallegur og fer vel.

En er þetta ekki ,, bara" uppdiktað píp sem engin innistaða er til fyrir? Skoðum þetta;

,, Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri", segir biskupinn".

Mér er spurn, hvaðan biskup hefur það að kvíði og áhyggjur séu fjarri?

Meðal annarra orða hefur biskup ekki fylgst með þjóðmálum undan farið. Hér er þjóðfélag í uppnámi.  Hefur kirkjan einhverju yfirsýn yfir hvernig komið er þjóðríki okkar. Hafa verið gerðar einhverjar mælingar á áhyggju og kvíðastigi þjóðarinnar. 

Hér skjóta menn upp dyr á aðfangadag með haglabyssu. Stöð 2 er með sérstakan þátt um meðferð axa til heimabrúks, væntanleg til átaka eða varna.

Séra Jónmundur í Grunnavík notaði axir við að kljúfa rekavið og séra Snorri á Húsafelli notaði þær til skógarhöggs.

Biskup þarf að vera afdráttalausari í máli sínu um það sem er að gerast í þjóðfélagi okkar. Til þess hefur hann vit, getu og bakgrunn til að standa ekki lengur á hliðarlínunni.

Ég skora á hann að koma með eitthvað bitastæðara um áramót.

Í Guðs friði og gleðileg jól.


mbl.is Hvað eru jólin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband