Niðurstaða Þjóðfundar um jarðnæði

Auðlindir,,Hvað varðar náttúru Íslands eru niðurstöður Þjóðfundar þær að auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem beri að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt og vernda fyrir komandi kynslóðir".

Jarðnæði, beitarréttindi í afréttum og bithagar búpenings á láglendi og skógar eru auðlindir, svo sannarlega.

Verða þá allar bújarðir þjóðareign og með hvaða hætti er gert ráð fyrir að jarðnæði verði skipt og úthlutað til almennings? Hvað með veiði í vötnum og ám hverskonar? Hver kemur til með að hafa forræði og ráðstöfun á slíkum réttindum?

Nú í kreppunni er hætt við að margir horfi til landsins og sveita þar sem smjör drýpur af hverju strái og allir móar og hagar eru fullir af grasi og eygi þar margur nokkra möguleika til sóknar og einhverrar lífsafkomu.

BúsmaliÁ þá að sækja um til landbúnaðarráðherra? Verða útbúin sérstök umsóknareyðublöð um jarðnæði vegna kreppuráðstafana?


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband