Birta skal heildar atkvæðatölu hvers frambjóðanda

Landskjörstjórn er rétt og skylt að birta heildar atkvæðatölu hvers frambjóðanda til stjórnlagaþings.

Þetta er nauðsynlegt vegna þess að frambjóðendur eru búnir að leggja mikið á sig bæði í tíma og fjármunum og eiga því sanngjarna kröfu á því að fá heildaratkvæðatölu sem þeir hlutu í kosningunum, birta.

Það er nauðsynlegt í þágu rannsókna og í sögulegu samhengin til að hafa upplýsingar um þetta og hugsanlega draga lærdóm af þessum kosningum.

Önnur tilhögun væri ósanngjörn gagnvart frambjóðendunum eftir það erfið sem þeir hafa á sig lagt í þágu þjóðarinnar.

Það eru ákveðin verðmæti fólgin í því fyrir frambjóðendur að hafa atkvæðatölurnar upp á borðinu.

Má þar nefna t.d. þeir sem hyggja á áframhaldandi þátttöku í félags og stjórnmálum fyrir lýðveldið.


mbl.is Talningu lýkur ekki í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband