Þessi framsetning málsins hjá forsetanum er of mikil einföldun á þessu viðkvæma máli. Vissulega var gott að forsetin skaut málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma og þjóðin hafnaði lagasetningu þar um.
En það er ekki alveg sjálfgefið að þjóðin hafi lokaorðið um þessi mál þó því væri vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu og málið væri fellt þar.
Neyðarlögin eru viðkvæmasti partur af þessu bankamáli öllu saman. Og ef neyðarlögunum verður þvælt til dómstóla er ekki á vísan að róa hvernig mál féllu. Þar hefðu dómstólar lokaorðið.
Það liggur alveg fyrir að einkabankarnir höndla með almannafé og þar með eignir lífeyrissjóða, félaga, fyrirtækja og almennings. Í þessu liggur vandinn og hin þrönga gata hagsmuna Íslendinga.
Það eru tvö ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskránni. Annarsvegar málskotsréttur forseta, 26. greinin sem hefur verið notuð og máli verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hinsvegar er svo málskotsréttur Alþingis um að setja forsetann af og þarf til þess þjóðaratkvæðagreiðslu.
11. greinin hljóðar svo: Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna
1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.
Þannig að þessi málsskotsréttur handhafa tveggja þátta löggjafarvaldsins er gagnkvæmur og sýnir enn og aftur að stjórnarskráin leynir á sér og ekki hefur verið gert ráð fyrir því að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fyrir þjóðina eins og löngum hefur verið haldið fram.
![]() |
Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.11.2010 | 19:13 (breytt kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 26. nóvember 2010
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 490
- Frá upphafi: 601432
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar