Dómar og draugagangur

Myrkur og sprengjurÞað þorir ekki nokkur lögmaður að fara þarna inn fyrir dyr, alveg sama þó hann væri með pottþéttan dóm í höndunum slíkur er draugagangurinn, væntanlega.

Nú þurfa íslensk fyrirtæki að breyta um nafn og nefna þau einhverjum hryllilegum nöfnum þannig að lögmenn verði sturlaðir af hræðslu ef þeir nálgast staðina.

Gott ráð er að vera með úttroðinn samfesting hengdan einhversstaðar innan dyra sem líkist hengdum manni. Menn verða voða hræddir við svoleiðis og menn tap sér strax í myrkfælni. Hvítar vofur geta verið vænlegar með smá reyk.

Einnig er sterkur leikur að vera með dularfull ljós og ámátleg vein í anddyrinu. Þá hlaupa menn á brott í skyndi lafhræddir.

Með þessu má snúa á lögmannastéttina þannig að hún þorir sig hvergi að hreyfa bara af nafngiftinni einni saman.


mbl.is Nábítar, böðlar & illir andar halda járnabeygjuvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband