Ekki Mafíuna aftur

Sennilega er ekki skynsamlegt að kalla Mafíuna aftur yfir sig og tilgangslaust að efna til kosninga.

Best er að Íslendingar ráði ráðum sínum og fari að halda reglulega fundi þar sem mönnum verið frjálst að halda sínar ræður og komast að einhverri niðurstöðu hvernig við viljum hafa hlutina.

Hætta ofbeldi og rúðubrotum.

Á Sturlungaöld voru kirkjur virtar sem griðastaður og kölluðu forfeður okkar ekki allt ömmu sína.

En á þeirri tíð voru valdsmenn dregnir fyrir dómstóla og dæmdir fyrir að gera almenningi miska.

Þannig fékk Sturla Sighvatsson  útlegðardóm og Órækja Snorrason einhvern dóm.

Ég held að það sé best að hætta við þetta stjórnlagaþing og vera með almennan fundi vítt og breytt um landið og slíta ekki fundi fyrr en mælendaskrá er tæmd og tillögur liggja fyrir um hvað á að gera.

Stjórnarskrá okkar er að mörgur leyti ágæt og virkaði í Icesavemálinu, þó þar hafi verið um 66 ára gamalt ákvæði að ræða sem aldrei hafði verið notað.

Góðar stundir.


mbl.is Rúður brotnar í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband