Misverðmæt atkvæði til stjórnlagaþings?

Ég hef verið að skoða lögin um stjórnlagaþing og þá sérstaklega hvernig kosið er og útreikninga og úthlutun þingsætanna.

Ég verð bara að viðurkenna það að ég skil ekki hvernig á að komast að því hvernig frambjóðendur raðast eftir atkvæðafjölda.

Þó læðist að mér hugboð að atkvæðin séu misverðmæt hvort, kjósandinn setur frambjóðandann í 1 eða 10 sætið. Og það er ekki samkvæmt reglunni um jafna aðstöðu í kosningum. Þetta er nefnilega hvorki listakosning eða prófkjör. Þetta er einstaklingskosningar.

Ég hef borið þetta undir fræðimann doktor í stærðfræði og tölvufræði frá virtum erlendum háskóla og hann er ekki búinn að ná þessu til fullnustu en er nú að búa sig undir að kynna sér þetta kerfi.

Ég verð bara að segja það eins og er að mér finnst mjög óþægilegt að þurfa að taka þátt í kosningu þar sem ég átta mig ekki á hvernig kerfið virkar.

Svona atkvæðagreiðsla verður að vera gegnsæ og einföld og almenningur verður að geta skilið útreikningana.


mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband