Misvægi atkvæða eftir búsetu?

Nú verður úr vöndu að ráða, hvort hver maður eigi að hafa eitt fullgilt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Sennilega verða brögð í tafli og form Alþingiskosninganna og kjördæmanna viðhaft, þar sem kjósendum verður mismunað eftir búsetu og kjördæmum.

Það er skýr krafa að hver kjósandi á að hafa eitt fullgilt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu og það sama á að gilda um kosningar til Alþingis.

Ef niðurstaðan verður eitt fullgilt atkvæði á kjósanda í þjóðaratkvæðagreiðslunni, að þá er fallin röksemdin fyrir mismunun á atkvæðavægi á grundvelli búsetusjónarmiða til Alþingiskosninga.

Þá er landið orðið raunverulega eitt kjósenda kjördæmi.

Áfangi í baráttunni um jafnan kosningarétt er hafinn.

26.grein stjórnarskrárinnar mælir ekki fyrir um á hvern hátt skuli kosið og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi umræða þróast og hver niðurstaðan verður.


mbl.is Þing klukkan 10:30 á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband