Blogg vinkona mín, baráttukona norður í Húnavatnssýslu veltir því fyrir sér á bloggsíðu sinni hvort sögupersóna í Sjálfstæðufólki eftir nóbelsskáldið okkar frá Gljúfrasteini hafi ráðlagt forsetanum í ákvarðanatöku sinni.
Sennilega hefur Bjartur í Sumarhúsum komið í ljósaskiptunum og öllum reyknum á gamlárskvöldi að Bessastöðum og sagt að best væri að greiða atkvæði um þetta mál það væri þannig vaxið.
Rétt er að vekja athygli landsmanna á, að þetta verða frjálsar kosningar ef af verður og því hægt að kjósa í báðar áttir, með eða á mót Icesave lögum hinum nýrri og við þurfum ekkert að slíta friðinn þó við tökumst á um eitt málefni.
Ég vakti athugli á því í sumar að nauðsynlegt væri að fá Evrópusambandið að þessari deilu þar sem hún er Samevrópsk.
Það er skoðun mín að þetta sé Samevrópskt saka- og skuldaskilamál og það er allrar Evrópu að finna viðunandi lausn á því og því regluverki sem skóp það.
Við Íslendingar segjum að sinni; hingað og ekki lengra. Nú úrskurðar þjóðin.
Ég hef verið fylgjandi því að Bretar og Hollendingar hirði dánarbú hins gamla Landsbanka í viðkomandi löndum. Slátrið megi þeir eiga og annað ekki.
Mér finnst miður þegar stjórnmála- og fræðimenn eru að hnýta í forseta Íslands þó hann fari eftir ótvíræðum fyrirmælum stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands, þó svo aðrir forsetar hafi ekki talið sig geta beitt 26.grein stjórnarskrárinnar vegna þess að þeir voru friðarhöfðingjar en ekki pólitískir bardagamenn.
Á hitt get ég svo fallist að það þarf ef til vill að fella þessa grein í þrengri skorður, þannig að þjóðin lendi ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu um hundahald.
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.1.2010 | 21:52 (breytt 9.11.2024 kl. 15:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 5. janúar 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 159
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 557
- Frá upphafi: 601641
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 483
- Gestir í dag: 141
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar