Hollendingar gefa sig ekki

Hollendingar gefa sig ekki segir í fyrirsögn fréttarinnar.

Ég held að engum manni hafi dottið það í hug að þeir yrðu hræddir, þegar Bjarni og Davíð birtust.

En það er mikið lagt á Steingrím að taka þá með.


mbl.is Hollendingar gefa sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannavæðing

Það er ánægjulegt að það sé búið að ákveða upphafskvóta á loðnu 130 þús. tonn.

,,Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur áherslu á að veiðum og fullvinnslu þessa afla verði hagað með þeim hætti, að sem mestur þjóðhagslegur ábati skapist af þessari auðlind,“ segir á vef ráðuneytisins.

Einkavæðingin hefur siglt í strand við hrunið og Sjálfstæðismenn eru fámálir um hvað tekur við í þeirra hugmyndafræði og er það skiljanlegt. Þeir verða einhvern tíma að jafna sig þar til þeir fara að geta hugsað skýrt.

Ég hef alltaf dregið línu milli einkavæðingar og einstaklingsframtaks . Sjálfsbjargarhvöt og viðleitni er manninum í blóðborinn. En einkavæðing eins og hún var framkvæmd í tíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar var fyrir fram dauðadæmd vegna þess að það var ekki staðið við dreifða eignaraðild. Þar hvarf Framsóknarflokkurinn frá hugsjónum sínum illu heilli.

Það fór svo sem ekki vel með kommúnismann í Sovétríkjunum. Það má segja að þessar tvær ólíku hugmyndastefnur, kapítalisminn og kommúnisminn hafi lent í bræðrabyltu.

Almannavæðing, væri hægt að kalla það þegar ríkisvald og almenningur legðu saman krafta sína og væru drifkraftur í atvinnulegu tilliti. 

Nú væri t.d lag, að ríkið og almenningur eignuðust loðnuskip og hæfu veiðar á loðnu. Ríkissjóði vantar peninga til að borga reikninga og almenningi vantar vinnu. Almenningur gæti borgað sitt framlag að hluta til með vinnu.

Það er því brýnna að huga að þessu þar sem útgerðarmenn hafa kveðið upp úr með það að þeir sigli skipum í land verði eignarréttur þeirra á auðlindum sjávar ekki viðurkenndur.

Og einhver verður að hafa forustu um það að veiða fiskin úr sjónum, ef útgerðarmenn ætla að híma við bryggjur í fýlu yfir því að eiga ekki fiskinn í sjónum.


mbl.is Heimilt að veiða 130.000 tonn af loðnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband