Kaup á kvóta getur aldrei leitt til eignarétt á fiskinum í sjónum. Í lögum um um stjórn fiskveiða segir:
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Þetta er nú ekki flókið og ætti að vera hverju sæmilega greindu fólki skiljanlegt. En á það virðist skorta.
Sá sem kaupir kvóta veit af þessari lagagrein. Þess vegna er ekki til neitt sem heitir eignakvóti eða varanlegur kvóti.
Kvóti er í eðli sínu fyrirfram greitt leiga til nota á nýtingu aflaheimildum. Þess vegna er mikill sveigjanleiki í 20 ára fyrningarreglunni. Það er góður aðlögunartími en útilokar ekki útgerðir að endurnýja þessi leiguafnot við réttan eiganda á þessu tímabili.
Ef skip verða bundin við bryggju um lengri eða skemmri tíma vegna óánægju þeirra sem eru að reyna að telja þjóðinni trú um að þeir eigi kvótann, verður ríkisvaldið með einhverjum hætti að bregðast við.
Borðleggjandi er að bjóða veiðarnar út á Evrópska efnahafssvæðinu og greiða verktökum fast gjald fyrir veitt kíló af fiski, en heildaraflinn sé síðan lagður inn á reikning ríkisjóðs.
Ekki veitir ríkissjóði af peningum nú á þessum erfiðu tímum.
Í útboðskilmálum væri rétt og skylt að setja, að öllum afla yrði landað á Íslandi eftir atvikum og þörfum vegna markaðsaðstæðna og allir skipverjar væru íslenskir, utan yfirmanna. Þessi skipan mála útilokar að sjálfsögðu ekki íslenskar útgerðir að bjóða í verkið.
Við höfum verið að veiða víða , á erlendir fiskislóð og mér hefur skilist að skipverjar séu úr ýmsum áttum.
Það er dapurlegt að sjá samtök sjómanna taka þátt þessum leik LÍÚ. Sjómenn sem eiga ekki einu sinni hlífðarfötin, sem þeir ganga í.
![]() |
Eyjafundi útvarpað á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.1.2010 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 21. janúar 2010
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 159
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 557
- Frá upphafi: 601641
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 483
- Gestir í dag: 141
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar