7 gráður yfir Keili

Björn Valur segir að forsetinn taki undarlegan pól í hæðina.

Talið er að forsetinn hafi verið með sextant á hlaðinu á Bessastöðum í gær að taka sólarhæðina.

Kunnugir telja að hann kunngjöri ákvörðun sína þegar sól hefur náð 7 gráðum yfir Keili í í hádegisstað, sjónhendingu af hlaðinu á Bessastöðum.

Já gott fólk, það eru nú ýmis vísindi notuð í stjórnmálum þegar óvissa er um stefnuna.

Svo á hann eftir að lesa allt bloggið og koma Dorrit inn í málin.

Það verður hugsanlega ekki fyrr en eftir 12. janúar en þá verður Dorrit sextug.


mbl.is Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skafrenningur og eldtungur

Myndir sem voru undarfari nýársávarps forseta Íslands sýndu Bessastaði uppfennta eins og eftir norðan stórhríð. Skafrenningur var og hímdu tvö grenitré fyrir framan bæjargöngin.

Mér rann það til rifja, hve allt var bert og gróðursnautt á staðnum. Svolítið sérstakt þar sem engin sauðkind eða annar búpeningur hefur dvalið á staðnum.

Þarna eru búnir að vera 5 forsetar á lýðveldistímanum og flestir vafalaust vikið að mikilvægi skógræktar í sínum ræðum, en enginn sett niður hríslu.

Ég fór að velta því fyrir mér að þessi hugmyndafræði ætti sér ef til vill dýpri rætur. Þekkt er að landnámsmenn hafa tekið sér bólfestu þar sem vel sést yfir og hægt er að fylgjast vel með mannaferðum ef til ófriðar horfði.

Nú hinsvegar eru sýndar myndir þar sem mikinn reyk og eldtungur stíga upp frá staðnum þannig að að andstæðurnar eru miklar. Þetta minnti mig óþægilega á Njálsbrennu og Flugumýrarbrennu.

Það var skemmtilegt að sjá hvernig fundinum var stillt upp. Forsetinn sat fyrir miðju borðsins en ekki endanum og fulltrúar InDefence samtakana var raðað á móti.

Það sem er óskemmtilegt við þessi samtök er að þau geti ekki nefnt sig íslensu nafni sem mundi þá vera; Til varnar, heldur nota þau  enskt nafn. Mér finnst að þau gætu notað íslenska nafnið á Íslandi og enska nafnið innan sviga.  Erlendis gætu þau aftur á móti notað enska nafnið. Þetta er ljóður á ráði samtakanna að mínu mati að virða ekki íslenskuna.

Það sem vakti athygli mína var að það var lagt á borð fyrir 2 sitt hvoru megin við hliðina á forseta en þar sáust engir. ??


mbl.is Fundi lokið á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60 þúsund í kaffi á Bessastöðum næstu daga?

Úr stjórnarskrá:

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

Forsetinn getur byrjað á að leggja fyrir Alþingi frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu og sjá hvernig því reiðir af og bíður átekta á meðan með Icesave.

Í gildi eru lög um Icesave svo það liggi á hreinu, þannig að ekki er hægt að herma upp á Íslendinga að þeir sinni ekki málinu.

Stjórnarskrá okkar er dularfullt plagg. Þar eru engin ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, þó svo neitunarvaldsgreinin 26.gr geri ráð fyrir að hægt sé að skjóta málum til þjóðarinnar. Á þessum þarf að ráða bót.

Mikil innbyggð mismunun er í sambandi við kosningarrétt til Alþingis í stjórnarskránni.

Þannig hafa kjósendur í kjördæmi Landbúnaðarráðherra Norðvesturkjördæmi helmingi verðmætari atkvæði en í kjördæmi formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Suðvesturkjördæmi.

NV-kjördæmi er með 21.293 kjósendur og 9 þingmenn.

SV-kjördæmi er með 58.202 kjósendur og 12 þingmenn

Eftir því sem átakasvæðið stjórnamálanna færist nær Bessastöðum er því brýnna að leiðarétta atkvæðamisvægið.

Það getur verið tafsamt frá búverkum fyrir ábúandann á Bessastöðum að vera sí og æ að tefjast frá bústörfum vegna undirskriftarlista vegna stjórnmálaátaka.

Réttast væri að leiðrétta misvægi atkvæða svo valdahlutföllin væru rétt á Alþingi.


mbl.is Safnast saman við Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband