Útboð á veiðum fyrir Íslenska ríkið á Evrópskaefnahagssvæðinu

Það er aðeins eitt svar við þessu. Fyrna allar aflaheimildir hratt,  ,,á einu augabragði".

Bjóða síðan veiðarnar út á Evrópska efnahagssvæði og ríkið láti veiða fyrir sig gegn föstu gjaldi, leyfilegan afla.

Leggja síðan aflann inn á reikning ríkissjóðs.

Það er fáheyrt að samtök skuli vera með svona hótanir við löglega kjörinn stjórnvöld.

Hér hefur verið búsáhaldabyltingarástand. Svona hótanir eru eins og að hella olíu á þann eld og sætir furðu.

Það búa ekki miklir vitsmunir á bak við það að vera kaupa kvóta og halda sig eiga hann þegar fyrsta grein fiskveiðistjórnunaralaga  segir að þjóðin eigi auðlindina.

Hér er nóg af mannskap til að fara á sjóinn.

Tröll hafi þessi innsiglingaráform. Þau boða enga gæfu eða sættir.


mbl.is Sammála að sigla flotanum í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband