Allir frjálsir með sitt atkvæði

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave og undirbúningur að henni er að hefjast. Það er ef til vill eðlilegt að hugmyndum sé velt upp með hvaða hætti kosningabaráttan verið háð svo þjóðin komist sæmilega frá og hver greiði atkvæði eftir sinni sannfæringu sæmilega upplýstur.

Alþingi leggur áherslu á útgáfu hlutlauss kynningarefnis. Það er svo sem ágætt.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður allsherjarnefndar vill gera það eins og Hafnfirðingar gera það!!!

Eiríkur Tómasson lagaprófessor leggur áherslu á tjáningarfrelsið sé virt og vert sé að hafa vakandi auga og hugsanlega setja fjármagni skorður.

Í Blöndudeilunni svokallaðri, þar sem tekist var á um virkjanatilhögun um Blönduvirkjun í minni gömlu heimabyggð, skiptist sveitin í nánast tvær jafnstórar fylkingar. Fólki var heitt í hamsi og höfðu margir sterkar skoðanir. Greidd voru atkvæði innan hreppsins og var allt óljóst hver hefði betur. Kosningabaráttan fór fram með ýmsum hætt. Menn fóru milli bæja og maður ræddi við mann.

Ég kom síðastur inn í samkomusalinn þegar átti að fara að telja atkvæðin og hrökk nokkuð við. Voru þá sveitungar mínir þverklofnir og sat önnur fylkingin vinstra megin og hin hægra megin.

Þá stóð upp bóndi aldraður, Þorleifur í Sólheimum og sagði að við mundum halda áfram að vera sveitungar, eftir atkvæðagreiðsluna, hvernig sem hún færi. Bað hann fólk standa upp og syngja Blessuð sértu sveitin mín.

Ég held að það sé rétt að þjóðin syngi eitthvað fallegt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, en að öðru leiti sé fólki frjálst að reka tryppin eins og hverjum sýnist.


mbl.is Enginn verður múlbundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynivopnið

,, Við verðum að muna að við erum ekki að semja við okkur sjálf " segir fjármálaráðherra. Hér ítrekar fjármálaráðherra það að sumir einfaldir menn halda að við getum einir ráðið framvindu mála.

,, Þetta er ekki einhliða innanríkismál" segir fjármálaráðherra og það er alveg rétt. Þetta er fjölþjóðlegt svika og skuldaskilamál.

Lagasetningin og málefnið, sem hefur verið vísað til þjóðarinnar til úrskurðar er innanríkismál. Samningurinn sem liggur á borðinu undirritaður í annað sinn með fyrirvar um samþykki Alþingis er milliríkjasamningur.

Það er engin leið til að klára þessa ákvörðun nema að fara að stjórnarskrá og afgreiða málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við slítum ekki friðinn við það og kosið er um sértækt málefni, hvorki um framtíð forsetans eða ríkistjórnarinnar. Og stjórnarandstaðan verður á sínum stað.

Ríkistjórnin er umboðslaus sem stendur í þessu máli að mínu mati og getur sig hvergi hreyft. Bretar og Hollendingar munu tæplega vísa þessu máli til dómsúrskurðar. Til þess hafa þeir ekki nógu klára stöðu. 

Bretar voru svakalega hressir fyrst í þorskstríðinu, en það datt allt loft úr þeim, þegar við fórum að klippa aftan úr togurum þeirra trollin.

Ég hef það á tilfinningunni að við séum að ná taflinu upp. Koma tímar og koma ráð og sérstaklega þjóðráð.


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband