Dagfarsprúður þjóðgarðsvörður

Þarna er á ferðinni dagfarsprúður maður með yfirburða menntun.

,,Ólafur er með BA gráðu í sagnfræði, BSc gráðu í landafræði og jarðfræði, hvorutveggja frá Háskóla Íslands, og meistaragráðu í skipulagsfræðum frá Sussex háskóla á Englandi" segir Mbl.

Auk þess er Ólafur með mikla reynslu sem forseti Ferðafélags Íslands. Af þeim sökum á Ólafur að hafa skilning á bættu aðgengi almennings að náttúru Íslands.

Eftir því sem mér skilst , þá renna lóðarleigusamningar á þessu ári út, við sumarbústaðareigendur við Þingvallavatn í landi þjóðgarðsins.

Sá hluti þjóðgarðsins hefur ekki verið greiður almenningi til útivistar og nánast hulinn af ásettu ráði vegna hagsmuna þeirra sem með einhverjum undarlegum hætt hafa geta byggt sumarhús þarna.

Nú þarf að taka þetta mál upp, afla gagna og auka rétt almennings til útivistar afnota á svæðinu.

Rétt væri Þingvallanefnd að ganga í þetta mál þannig að hagsmunir almennings væru tryggðir.


mbl.is Nýr þjóðgarðsvörður ráðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband