Mosagróin nútímahraun

Í fréttinni segir; ,, Fyrirhugaðar háspennulínur verða lagðar um mosagróin nútímahraun, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, á meirihluta línuleiðarinnar frá Hellisheiði út á Reykjanes".

Ég spyr nú í einfeldni minni, hvernig eru mosagróin nútímahraun? Ég hef aldrei heyrt þetta áður.

Ég hef heyrt talað um helluhraun og apalhraun, Ódáðahraun og Aðaldalshraun. Hraun eru misjafnlega vel gróin.

Ég hefði haldið að nútímahraun væri það hraun sem væri að renna og  væri varla orðið kalt.

Nútímahraun? Er ég virkilega orðinn svona klikkaður að ég viti ekki hvað nútímahraun er?

Þetta er sennilega Icesave sem er búið að fara svona með mig.

Í Blöndudeilunni sællar minningar var mikið hamrað á því að virkjunin væri á öruggu svæði þar sem lítil hætta væri á jarðskjálftum eða eldgosum. 

Nú á að leggja þessa línu eftir endilöngum Reykjanesfjallgarði sem alltaf er að hristast vegna jarðskjálfta. Og Hafnarfjarðarbær er búinn að byggja íbúðahverfi í hraunfarvegi Bláfjalla að því að mér skilst.(Tek það aftur ef það er rangt).

Ég er nú alveg hættur að skilja hlutina.


mbl.is Verulega neikvæð áhrif vegna lagningar Suðvesturlína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband