Pólitískt herbragð

Ég hef ekki þá trú að Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður vanti vinnu og þurfi að sækja um embætti sjálfstæðs saksóknara til að framfleyta sér. Jón er talinn ágætur lögmaður og hefur væntanlega næg verkefni.

Dómsmálaráðuneytið vísar til g liðar 6. greinar laga nr.  88 frá 2008 um sakamál en þar stendur um hæfi:

 ,,g. fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa". 

Þetta lagamál er náttúrlega fyrir okkur almenning hálfgert ,, rósamál".

Ég tel að allir sem eru með augun opin sjá að Jón sé ekki rétti maðurinn í starfið miðað við þær sérstöku aðstæður sem eru upp vegna bankahrunsins og meint eftirlitsleysi eftirlitsstofnana með fjármálastarfsemi.

Jón kýs að gera sig að píslarvotti vegna skoðana sinna á blogginu og fá meðaumkun almennings út á það.

Þess vegna er það skoðun mín að þetta sé pólitískt herbragð af hálfu Jóns Magnússonar hrl. til að koma höggi á stjórnvöld.

Ef hann hefði ætlað sér stöðuna hefði hann ekki dregið umsóknina til baka, heldur barist með lagabókstafinn að vopn.


mbl.is Þeir sem ekki voru boðaðir í viðtal fengu bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband