Víkja fyrir Bretum?

Ég hef stundum verið veikur fyrir gömlum gildum í Sjálfstæðisflokknum sem voru upp á dögum Bjarna Benidiktssonar. Það voru einstaklingsframtak, ráðdeildarsemi og ábyrgð.

Bjarni Benidiktsson yngri reifaði Icesave- deiluna með flokksmönnum í dag. Þar komst hann aðallega að því að ríkisstjórn Íslands ætti að segja af sér ef afgreiðsla Alþingis Íslendinga yrði ekki þóknanleg Bretum og Hollendingum.

Að mínu mati væri það veikleikamerki að ríkisstjórnin hyrfi af vettvangi, þó andstæðingar hennar í útlöndum séu með múður. Þeir eiga ekki að ráða á Íslandi.

Ég held svo sem að það væri allt í lagi að fá þá að samningsborðinu aftur. Síðan væri hægt að vera þrefa um Icesave langt frameftir næstu öld og þvæla málið á alla kanta, þannig að Evrópusambandi fari  að sjá að slíkt málþras skaði hugmyndafræðina sambandsins.

Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða innistæðueigendum  í viðkomandi löndum og eru þar með búnir að brjót meginreglur Evrópska efnahagssvæðisins um samkeppnisreglur með þessum ríkisstuðningi. Þetta hefur forstjóri samkeppnismála Evrópu bent á. Bretar og Hollendingar eru búnir að stórskaða Evrópurétt í samkeppnismálum. Bretar eru líka búnir að sýna, friðsamri smáþjóð vítaverða framkomu með setningu hryðjuverkalaga á blásaklausa Íslendinga. Það mun smátt og smátt spyrjast út meðal Evrópuþjóða og ekki auka á heimilisfriðinn á þeim bæ.

Aftur á móti gæti ég haldið að það myndi styrkja málstað Íslendinga ef Sjálfstæðisflokkurinn sækti um aukaaðild að ríkisstjórn Íslands. Og þeir ættu að flýta sér að því áður en umsóknarfrestur rennur út.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband