Leikflétta Guðfríðar Lilju og Ögmundar og fleiri hefur gengið upp. Búið er að múlbinda Sjálfstæðismenn við Icesave og nú er teymt undir þeim í gegn um málið.
Þau skötuhjúin hafa alltaf haldið öllum sóknarleiðum opnum og með því gert Sjallana skíthrædda um að ef að stjórnin félli, neyddust þeir til að taka að einhverju leiti við stjórnartaumunum. En fyrir því kvíða þeir voðalega, ef það gæti orðið raunin því það er allt svo erfitt núna og fólk alltaf að gera búsáhaldabyltingar og svoleiðis og engir peningar til, bara fátækt og basl.
Og ekki bætti úr að hrókurinn Guðbjartur Hannesson og biskupinn Árni Þór voru alltaf að leika einhverja leiki um skákborðið og safna liðinu saman til lokasóknar. Svo hafa peðin, Borgarahreyfingin, aldrei komist upp í borð og orðið að mönnum og Framsókn orðin hálf patt út í horni.
Svo er allt í einu sagt skák og mát!
![]() |
Góð lending fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.8.2009 | 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framsóknarflokkurinn hefur átt í nokkrum örðuleikum með fylgi Alþingiskosningum í Reykjavík. Í kosningunum 2007 var þingmönnum flokksins vísað úr Reykjavíkurkjördæmum báðum og náðu þeir ekki kjöri þannig að flokkurinn var þingmannslaus í stærstu kjördæmunum.
Flokkurinn hefur átt við töluvert innanmein að stríða varðandi efnahagshrunið og ábyrgð hans á þeim þætti öllum.
Ólíkt Sjálfstæðisflokknum sem hefur gert tilraun til sjálfsskoðunar og skrifað skýrslu, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki farið í athugun á sínum innri málum. Hjá honum er ójarðsett lík í lestinni. Þessi afstað hans nú helgast af því að vera á atkvæðaveiðum og fiska í gruggugu vatni.
Sterkast hefði verið fyrir Íslendinga að þessi afgreiðsla á Icesave hefði verið studd öllum flokkum miðað við að þessi leið var farin. Hætt er við að Framsóknarflokkurinn sé að skaða þjóðina með þessum prívat atkvæðaveiðum sínum.
Fyrirvararnir þíða það að samningurinn er ekki samþykktur nema að hluta og þá er að sjá hver viðbrögð gagnaðila verða við þessu.
Þessi samþykkt er nokkur tíðindi, hér hefur elsta löggjafarsamkoma risið úr öskustónni og eflt sig gagnvart framkvæmdavaldinu. Eftir sitja framsóknamenn sviðnir og sótugir í framan og bera ábyrgð á brunanum.
![]() |
Samkomulag í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.8.2009 | 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 15. ágúst 2009
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 41
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 601803
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 380
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar