Styðja og ábyrgjast

Það er mikill munur á orðunum styðja og ábyrgjast. Það er hægt að lofa manni að styðja hann yfir brú en það er ekki það sama og að ábyrgjast að hann komist yfir. Hann gæti dottið í ána og drukknað. Það er einmitt það, sem Icesave er að gera núna. Í Drekkingarhyl á Þingvöllum.

Það er einmitt þetta sem Björgvin G. Sigurðsson er að útskýra fyrir framasóknar og sjálfstæðismönnum. Hann er kominn í skipulagt undanhald og er að vígbúast á Þingvöllum í Þjóðgarðsnefndinni. Þar mun hann fara með ættjarðarljóð eftir Jónas Hallgrímsson og fleiri, kvölds og morgna uns Icesave er gengið yfir. 

Afborgun af Icesave er 60-70 milljarðar á ári, en verðmæti sjávarafurða 2008, 99 milljarðar. Svo það sjá allir í hverslags vitleysu mál okkar eru kominn. Við getum ekki borgað Icesave. Við rétt höfum fyrir nauðþurftum án Icesave.


mbl.is Fjórir ráðherrar breyttu bréfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband