Dagurinn í gær 17. júní var hinn ágætasti. Ákveðið var að fara í jeppaferð frá Reykjavík inn að Hlöðufelli og þaðan niður að Laugarvatni og til Reykjavíkur. Þátttakendur voru auk mín, fyrirliðinn, Birgir frændi og kona hans Sóley, Gunnar frændi sem var aðal ljósmyndari ferðarinnar og kona hans Guðrún. Arnbjörn bróðir og tveir Grindvíkingar þeir feðgar Guðjón og Hörður. Ég var á 22 ára gömlu Cherokee, en Arnbjörn bróðir var á nýlegum Benz-jeppa. Það er svolítill metingur hjá okkur bræðrunum hver kemst meiri torfærur. Birgir og Sóley voru á Nissan Terrano jeppa.
Við stoppuðum á Þingvöllum og nutum gróandans. Þar sungum við Arnbjörn ,, Einu sinni á ágústkvöldi" eftir þá bræður Jón og Jónas Árnasyni og tók fólkið undir. Kom þá í ljós að ekki voru allir sammála hvar Bolabás væri en það mál upplýstist þegar einhver hafði gert eitthvað í dulitlu dragi inni í kjarri við Bolabás.
Frá Þingvöllum var ekið sem leið liggur upp á Uxahryggi og er þar nýlegur uppbyggður vegur að gatnamótum Línuvegar og Lundareykjardalsvegar. Þaðan var ekið að Skjaldbreið.
Áður en gangan á hana hófst reyndi ég að syngja ,,Fannar skautar faldi háum fjallið, allra hæða val" eftir Jónas Hallgrímsson en var ekki búin að æfa mig nóg. Allir gengu upp á fjallið, sumir gengu lengra en aðrir, en allir gengu upp og niður. Birgir hljóp mjög niður fjallið, Grindvíkingarnir voru röskir og þá er Guðrún og Gunnar gengu niður af fjallinu, gerðum við svona mini búsáhaldabyltingu til fagnaðarauka en það er nú mjög í tísku þegar tíðindi og atburðir gerast.
Næst var ekið að Hlöðufelli og bergmyndanir skoðaðar. Síðan lá leiðin niður Rótarsand og yfir melöldur og ása í átt að Laugarvatni. Þegar þar var komið lentum við snjósköflum í giljum og drögum og reyndi þá mjög að aksturshæfni, áræði og útsjónarsemi ökumanna. Allir vildu ráða og allir vildu leiðbeina og allir vissu allt, en engin vissi hvernig fara ætti að. Tók fólk nú að benda í allar áttir og snúast og mæla dýpt snjóskafla. Einn vildi fara hér og annar þar.
Að lokum komumst við að hálendisbrúninni og sáum hinar fegurstu sveitir, gróin tún, búsmali á beit og í kjarri kúrðu sumarbústaðir með sína íbúa. Þá sagði ég þau orð sem lengi munu uppi vera;
,, Hér erum við í faðmi fjalla blárra "
Niður í Miðdal komum við, eftir bratta sneiðinga og þar blöstu við okkur þrír fánar Lýðveldisins Íslands. Þá var dagur að kveldi kominn og söng hópurinn ,, Hæ, hó, það er kominn sautjándi júní ".
Stjórnmál og samfélag | 18.6.2009 | 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ætli nýr búvörusamningur og óvænt þingsæti hafi haft áhrif á ákvörðun bóndans og þingmannsins? Það er spurningin í þessu máli? Þarf að launa einhverjum eitthvað?
Það eru vondar stjórnarathafnir að pólitískir ráðherrar sem ætla sér ráðherrasetu áfram, geri stóra hagsmunasamninga líkt og búvörusamning, 10 mínútur fyrir kosningar, án knýjandi þarfa almannahagsmuna og ríkis.
Út úr slíku atferli er meiri hætta á að almennt sé uppi ,, theoría" um að verið sé að hafa áhrif á kosningar. Sérstaklega við þær aðstæður þegar ákveðið ,, goodvill", þarf til að breyta og hreyfa fylgi og þingsæti. Og enn frekar þegar meintur sökudólgur og ,,vondi kallinn" ( hér til skýringar Einar Guðfinnsson sem var forgöngumaður um að afnema vertryggingu búvörusamninga sem landbúnaðarráðherra og færa þá til samræmis við samninga launamanna), er í samkeppni um atkvæði í viðkomandi kjördæmi.
![]() |
Líklega með Icesave en er á móti ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.6.2009 | 17:39 (breytt kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. júní 2009
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 42
- Sl. sólarhring: 155
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 601804
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 381
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar