Er ,,vorboðinn ljúfi " dauður

Skýrt var frá því í fréttum nýlega af Gísla fréttamanni frá Borgarnesi að refur hefði sést þar í þéttbýli og hefði verið að reyna að komast út í Brákarey en þar er fuglavarp. Refaskyttur hefðu verið kallaðar út og sérstakt leyfi verið fengið frá sýslumanni til að vinna á dýrinu. Endaði málið svo að minkahundur vó refinn. Til málsvarnar refnum má segja að hann var þarna á vegum Náttúrunnar við skyldustörf.

Í ljóði Jónasar Hallgrímssonar ,, Ég bið að heilsa " er ort um,, vorboðann ljúfa " sem er þröstur, tákngerfingur fyrir fuglalíf söng og vorkomuna. Fuglasöngur að vori og ætíð, hefur verið talið til lífsgæða.

Víða í þéttbýli er fuglasöngur að hljóðna. Hversvegna? Jú það ganga kettir lausir og gjörsamlega eyða öllu fuglalífi á stórum svæðum. Er þessi váboði jafnvel verri en minkurinn.

Sérstakir viðhafnar stigar eru reistir við glugga og svalir fjölbýlishúsa og annarra húsa þar sem þessir kettir eiga heima. Síðan geta þeir verið á veiðum heilu næturnar út í vorinu og rústað fuglalífi og hreinsað úr hreiðrum þar sem ungar eru að komast á legg.

Lausaganga katta er ljótur blettur á vistkerfi borga og bæja og ættu stjórnvöld að taka þessi mál til athugunar og láta ketti sæta sömu reglum og t.d. hundar, en þeir mega ekki vera lausir á almannafæri í þéttbýli.

Hér er verk að vinna fyrir fuglaverndarfélög og allan almenning sem unna fuglasöng að vori.

Að settum ströngum reglum geta svo kettirnir legið malandi inni í stofu og lapið rjóma hjá eigendum sínum og haft það sem þægilegast, eigendum sínum til ánægju, en almenningi að meinalausu.


Bloggfærslur 1. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband