Sólarlagsákvæði

Allir hlutir eru eru fyrnanlegir. Vélar og búnaður eru fyrnd. Skip eru fyrnd á skattskýrslu.  Veiðafæri úreldast. Allskonar tæknibúnaður er afskrifaður. Fyrningar prósentan er mismunandi efir því hvað er afskrifað.

Þær veiðiheimildir sem veittar hafa verið af ríkisvaldi og svo í framhaldinu gengið kaupum og sölum milli veiðiréttarhaf hafa hafa aldrei verið varanlegar eignarheimildir. Það hefur alltaf verið litið svo á af almenningi á Íslandi að þær væru fyrnanlegar eins og hvert annað lausafé.

Þeir sem hafa verið að kaupa veiðiheimildir hafa gert það fram í tímann en aldrei hefur verið skilgreint hve langan tíma Því er nauðsynlegt að setja sólarlagsákvæði inn í löginn um stjórn fiskveiða.

Aðlögunarfrestur verði ríflegur. Það er engin að sækjast eftir því að koma útgerðum á hausinn, til þess hafa þær ekki þurft hjálp. Aðeins að koma skikki á hlutina og gæta jafnræðis.

Uppboðsleiðina hafa útvegsmenn gagnrýnt og bent á uppboð sem byggingarverktakar hafa tekið þátt í og farið á hausinn vegna of hárra boða. Það verður nú að gera ráð fyrir einhverju andlegu atgervi þeirra sem við atvinnurekstur starfa og þeir bjóði ekki meir í en þeir geta.

Bílauppboð hafa farið fram hjá Vöku í áratugi. Aldrei hefur maður heyrt það að þau uppboð haf hækkað verð á bílum í landinu. Þaðan hafa þeir sem eignast hafa bíl fari skælbrosandi og ánægðir.

Veiðiréttur í ám og vötnum hefur verið verið boðin út. Leiguliðar í landbúnaði hafa þurft að greiða afgjald fyrir ábúðajarðir sínar í aldir og enginn vorkennt þeim að gera það. Sjálfur hef ég greitt 40 - 60 dilka í leigu á ári fyrir þær 2 ábúðarjarðir sem ég hef setið í 23 ár. Það hefði náttúrlega verið þægilegra að þurfa ekki að greiða neitt.

Þeir sem hafa komist yfir veiðiheimildir geta aldrei borið það fyrir sig að þeir hafi talið sig vera í góðri trú að eiga þær, vegna þess að í 1. grein laga um stjórn fiskveiða  nr 116 2006 er sagt að þjóðin eigi auðlindina.

Maður getur aldrei átt það sem aðrir eiga.

 


mbl.is Lýsa vilja til að endurskoða fiskveiðistjórnunarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband