Ríkisstjórnarfundur á Akureyri

Lög og reglugerð um Stjórnarráð Íslands mæla ekki fyrir um hvar ríkisstjórnarfundir skuli haldnir. Þeir hafa alltaf verið haldnir í Reykjavík og nokkrum sinnum á Þingvöllum. Það er hið besta mál að halda ríkistjórnarfundina annarstaðar og í þetta sinn á Akureyri. Það eykur hagvöxtinn að kaupa flugfargjöld og aðra aðstöðu á Akureyri. Í kreppu er gott að þeir sem hafa peninga eyði þeim.

Í NA-kjördæmi voru 28.362 kjósendur á kjörskrá við síðustu Alþingiskosningar. Þar voru kosnir 10 þingmenn. Þar eru 2.836 kjósendur á bak við hvern þingmann. Með réttu ættu þar að vera 8 þingmenn.

Næst væri rétt fyrir ríkistjórnina að halda fund í NV-kjördæmi. Þar voru 21.293 kjósendur á kjörskrá. Kjördæmið hefur 9 þingmenn. Þar eru frekar ódýrir þingmenn hvað atkvæðavægi varðar. Það þarf ekki nema 2.366 atkvæði að baki við hvern þingmann. Í NV- kjördæmi getur ríkistjórnin tekið almenningsvagn á fundarstað og sleppur þannig við að borg í göngin og sparar þannig fyrir ríkisjóð. Með réttu lýðræði ætti NV-kjördæmi að vera með 6 þingmenn.

Í þessari törn væri gott að ríkistjórnin væri með fund í SV-kjördæmi. Þar voru á kjörskrá 58.202 kjósendur. Þetta er stærsta og þéttbýlastakjördæmið. Þar eru þingmenn dýrir. Kjördæminu hefur verið skammtað 12 þingmönnum og á bak við hvern þingmann þarf hvorki meira né minna en 4.850 kosningabæra menn. Kjördæmið ætti með réttu lýðræði að vera með 16 þingmenn. Í þessu kjördæmi býr forseti Ísland. Hann er þjóðkjörinn og hafa landsmenn jafnan atkvæðisrétt við þá kosningu. Það er rétt lýðræði.

Eins og áður segir er SV-kjördæmi með 12 þingmenn og 58.202 kjósendur. Það er 1 þingmanni fleira en í Reykjavíkurkjördæmunum, en þar eru 11 þingmenn í sitthvoru kjördæminu með 2x43.747 atkvæði. Með öðrum orðum standa 15.000 atkvæði á bak við tólfta þingmann SV-kjördæmi miðað við Reykjavík og það er geysilegur lýðræðishalli að mínu mati. (58.292-43.747=14.728).   Ekki er hægt að réttlæta eða færa nokkur rök fyrir þeim mismun miðað við NV-kjördæmi með 2366 atkvæði á bak við hvern þingmann.

Ég held að Alþingi verði að fara skoða þessi lýðræðismál. Hér er hvorki þjóðveldi né goðorðs fyrirkomulag.

 

 


mbl.is Fundinum á Akureyri að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband