37 milljónir í tap 2007

Sjálfstæðisflokkurinn var með 37 milljónir í tap á samstæðureikningi sínum 2007. Reyndar voru allir stjórnmálaflokkarnir með tap á rekstrarreikningi 2007. Einhvern vegin verður að afla fjár til að fjármagna halla í rekstri. Varla er hægt að tína dósir upp í tapið eða selja kleinur. Þess vegna er auðveldast að láta þá sem þykjast eiga peninga borga. En að láta húkka sig svona rétt fyrir kosningar er svakaleg. Hver kjaftaði eiginlega frá? 

Sjálfstæðisflokkurinn sker sig úr með að vera einn flokka, sem sem er með réttan höfuðstól. Flokkurinn er með eigið fé að upphæð kr. 386 milljónir og þar af veltufjármuni kr. 51 milljónir. 

Aðrir flokkar eru með öfugan höfuðstól þ.e. skulda meir en þeir eiga. Það þýðir ekki að þeir séu gjaldþrota á meðan þeir geta staðið í skilum.

Ég legg til að stjórnmálaflokkarnir komi sér upp bás í Kolaportinu og annarstaðar út um land og selji þar bílskúrsdót, til fjáröflunar, frá almenningi. Frambjóðendur geta verið þar að afgreiða og komist þannig í bein tengsl við kjósendur. Þetta gæti sparað flokkunum ýmis útgjöld svo sem auglýsingar o.þ.h.


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhætta hjá Framsókn

Jón Magnússon fráfarandi alþingismaður segir á bloggsíðu sinni, að það sé með ólíkindum að formaður Framsóknarflokksins veitist að þingflokki Framsóknar, þegar hann segist mótfallinn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um greiðsluaðlögun. Jón Magnússon segir ekki nema hálfa söguna.

Sigmundur Davíð segir að frumvarpið sé stórhættulegt standi það eitt og sér án annarra úrræða. Það verður að hafa rétt eftir. Þetta er sennilega rétt hjá formanni Framsóknarflokksins, það þarf að gera ýmislegt annað meðfram.

Formaður Framsóknarflokksins er væntanlega búin að lesa skoðanakönnun úr Kraganum um að Framsókn missi þar þingmann. Í síðustu Alþingiskosningum komst þingmaður Framsóknar þar, naumlega inn á síðustu metrunum.

Allt stefnir í mikinn sigur Samfylkingar og VG og óvíst hvort þeir þurfi stuðning Framsóknar þó ekkert sé gefið í þessum efnum. Nú eru þær aðstæður upp að ekki er hægt að fá lánsfylgi frá öðrum flokkum. Þess vegna gætu þær aðstæður skapast að atkvæði greidd Framsóknarflokknum falli dauð og ónýt niður.

Þessi vísbending í Kraganum er ekki gæfuleg um væntanlegan árangur í Reykjavíkurkjördæmunum þó ekkert liggi enn fyrir um árangur þar. Framsókn rær því lífróður núna.

Þess vegna er það nauðsynlegt fyrir Framsókn að vera bæði með og móti til að afla atkvæða. Það er list stjórnmálanna. 

Þeir eru margir skynsamir framsóknarmennirnir, þó þeir eldri mennirnir hafi stundum lent í vondum félagsskap svo sem við einkavæðingu bankanna og útfærslu kvótamála bæði í sjávarútvegi og landbúnaði.


mbl.is Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband