Rétt pólitísk greining

Listi fullveldissinna hefur frestað framboði sínu þangað til í næstu kosningum, er það ekki réttur skilningur? Mér sýnist að fólkið sem fór fyrir framboðinu hafi metið stöðuna rétt hvað varðar það að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn fóru varlega í ályktunum um Evrópumálefni. Í þessum flokkum er það mikil andstað fyrir aðild að hún mun varla vera á dagskrá. Flokkarnir gátu beislað málefnið og komið í veg fyrir flöktfylgi sem Fullveldissinnar hefðu sótt í.

Bleyta er komin í púðrið hjá Samfylkingunni varðandi Evrópumálefnin og þeir hafa enga stöðu til að vera með hótanir gagnvart öðrum flokkum lengur. Hitt er svo annað mál að það getur alltaf þurft að gera einhverskonar hliðarráðstafanir með samninga gagnvart öðrum þjóðum og alltaf getur rekið á fjörur okkar einhverjar lausnir, sem geta komið að gagni.

En þannig er það nú, við getum ekki gefið fullveldið og lagasetningarvaldið frá okkur það er of mikið búið að hafa fyrir því að öðlast það.

Ég tel að með því að láta hreyfinguna lifa sem frjálsa framboðs-og sjálfstæðishreyfingu séu fælingaráhrif hennar mikil. Ég óska henni velfarnaðar.


mbl.is Hættir við þingframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband