Massey Ferguson multi power

Margir þeir sem hafa verið í sveit hafa glímt við það að koma traktornum hraðar en almenn venja var. Var þá einatt gripið til þess ráðs að svindla á olíugjöfinni til að bæta við aflið. Sumir höfðu þann háttinn á að láta fríhjóla niður brekkur. Það var að vísu varasamt því dráttarvélar eru ekki á fjöðrum og oft fór vélin að hoppa þegar miklum hraða var náð. Ekki bætti úr skák þegar átti að fara að bremsa. Þá gátu bremsurnar tekið skakkt í og viðkomandi komin langleiðina út í skurð. Allt var þetta hægt því engin var löggan.

Mikið breyttist þegar Massey Ferguson kom með hátt og lágt drif en gamli Ferguson gráni var einungis með 4 gíra. Byltingin að mínu mati var þegar Massey Ferguson kom með svokallað multi power sem var overdrive. Þá gátu menn þeyst á mikilli ferð. Nú eru vélar búnar miklum möguleikum til hraðaksturs. 

Massey Fergusoninn sem prýðir þessa bloggsíðu er ein af fyrstu vélunum  sem kom í Austur-Húnavatnssýslu árgerð 1958.


mbl.is Á ólöglegum hraða á traktor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband