Margir þeir sem hafa verið í sveit hafa glímt við það að koma traktornum hraðar en almenn venja var. Var þá einatt gripið til þess ráðs að svindla á olíugjöfinni til að bæta við aflið. Sumir höfðu þann háttinn á að láta fríhjóla niður brekkur. Það var að vísu varasamt því dráttarvélar eru ekki á fjöðrum og oft fór vélin að hoppa þegar miklum hraða var náð. Ekki bætti úr skák þegar átti að fara að bremsa. Þá gátu bremsurnar tekið skakkt í og viðkomandi komin langleiðina út í skurð. Allt var þetta hægt því engin var löggan.
Mikið breyttist þegar Massey Ferguson kom með hátt og lágt drif en gamli Ferguson gráni var einungis með 4 gíra. Byltingin að mínu mati var þegar Massey Ferguson kom með svokallað multi power sem var overdrive. Þá gátu menn þeyst á mikilli ferð. Nú eru vélar búnar miklum möguleikum til hraðaksturs.
Massey Fergusoninn sem prýðir þessa bloggsíðu er ein af fyrstu vélunum sem kom í Austur-Húnavatnssýslu árgerð 1958.
![]() |
Á ólöglegum hraða á traktor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.4.2009 | 20:41 (breytt 23.4.2009 kl. 12:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. apríl 2009
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 55
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 469
- Frá upphafi: 601817
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar