Anna Kristín í þriðja sætið

Lokið er prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur Hannesson er í 1. sætinu. Hann er mjög traustur maður og gat stjórnað Alþing af röggsemi þó gefið væri  í skin að til þess þyrftu menn að hafa setið lengi á þingi.  Tvær merkar konur eru svo í næstu sætunum og svo Guðsmaðurinn Karl Matthíasson í 4. sæti.  Anna Kristín Gunnarsdóttir er svo í 5. sæti.

Þessi listi er frekar gloppóttur, að vera með 2 af þremur kandídötum frá Ísafirði og er það ekki sigurstranglegt varðandi fólk sem byggir svæði norðan Holtavörðuheiðar. Ég hefði haldið að nóg væri að vera með einn kandídat frá Vestfjörðum. Þess vegna er það nauðsynlegt að færa Önnu Kristínu upp í 3. sætið.  Hún hefur sýnt af sér dugnað og hógværð og er vel kynnt á Austursvæðinu. Hún væri í raun vel að 2. sætinnu komin vegna þrautseigju við málstaðinn. Atkvæði á þessu svæði eru öll í uppnámi og má því búast við að Kristinn H. Gunnarsson tíni þau öll upp ef hann kemst eitthvað áfram í hringferð sinni um íslenskt flokkakerfi.


mbl.is Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband